Karl S. Jónasson (læknir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Karl Sigurður Jónasson.

Karl Sigurður Jónasson læknir fæddist 26. október 1901 í Sólheimatungu í Stafholtstungum í Mýrasýslu og lést 23. júní 1990 í Rvk.
Foreldrar hans voru Jónas Eggert Jónsson bóndi, oddviti, f. 7. júlí 1852, d. 11. maí 1936, og kona hans Kristín Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, kennari, f. 17. mars 1866, d. 9. febrúar 1949.

Móðurbróðir Karls var Gunnar Ólafsson kaupmaður, útgerðarmaður í Vík.

Karl varð stúdent í MR. 1923, lauk læknisfræðiprófi (cand. med) í H.Í. 1929, fékk sérfræðingsleyfi í handlækningum 8. október 1937, átti námsdvöl í Frakklandi 1947, í London og París 1949-1950. Hann sat þing Alþjóðafélags lækna í London 1949 og í Khöfn og Hamborg 1956.
Karl vann á Universitäts-Krankenhaus in Eppendorf í Hamborg, lyflækninga- og fæðingadeild frá september 1929 til júní 1930, var aðstoðarlæknir og við sérfræðinám á Barmbecker Krankenhaus í Hamborg, handlækningadeild frá ágúst 1934- ágúst 1935, á handlækninga- og kvensjúkdómasjúkrahúsum í Vín frá september 1935 til júní 1936 og á Brambecker Krankenhaus, handlækningadeild frá júlí 1936 til ágúst 1937.
Hann var starfandi læknir í Eyjum frá september 1930 til júlí 1934, þá oft staðgengill héraðslæknis og spítalalæknis.
Karl var starfandi læknir í Rvk frá september 1937 og starfaði jafnframt að handlækningum á Landakotsspítala frá nóvember 1937 til desember 1971.
Hann var heimilislæknir Elliheimilisins Grundar frá janúar 1939 til júní 1983, trúnaðarlæknir lögreglunnar í Rvk frá hausti 1938 til 1972, skólalæknir við M.R. 1938-1972.
Karl var stundakennari í heilsufræði í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1933-1934, kennari (í hjúkrunarreglum) við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1937-1947.
Hann átti sæti í bæjarstjórn Vestmannaeyja janúar til júlí 1934, í stjórn sjúkrhússins þar á sama tíma, í stjórn Læknafélags Íslands 1944-1951, í stjórn tryggingasjóðs lækna og elli- og örorkutryggingasjóðs lækna frá stofnun þeirra, hins fyrra frá mars 1945 og hins síðara frá janúar 1954.
Ritstörf:
Seminoma testis (sérfræðiritgerð) og grenar í Læknablaðinu 1935, 1936 og 1959.
Heiðursmerki:
Riddari fálkaorðunnar, ÞýVBD, R. ÍF.
Þau Valgerður giftu sig 1932, eignuðust ekki börn. Hún lést 1951.
Þau Guðrún Þórdís giftu sig 1951, eignuðust eitt barn. Hún lést 1990. Karl lést 1990.

I. Kona Karls, (25. júní 1932), var Valgerður Einarsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1905, d. 7. febrúar 1951. Foreldrar hennar voru Einar Þorgilsson, kennari, bóndi, síðar kaupmaður, útgerðarmaður, alþingismaður í Hafnarfirði, f. 25. ágúst 1865, d. 15. júlí 1934, og kona hans Geirlaug Sigurðardóttir húsfreyja, f. 17. júlí 1866, d. 30. desember 1951.

II. Kona Karls, (6. október 1951), var Guðrún Þórdís Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1914, d. 11. janúar 1990. Foreldrar hennar Jóhann Jónsson Eyfirðingur, kaupmaður, útgerðarmaður í Bolungarvík og á Ísafirði, f. 26. apríl 1877, d. 19. október 1959, og fyrri kona hans Salóme Gísladóttir húsfreyja, f. 27. nóvember 1886, d. 17. apríl 1920.

Barn þeirra:
1. Kristín Salóme Karlsdóttir ferðafræðingur í Rvk, f. 14. apríl 1953. Fyrrum maður hennar Páll Ólafsson. Sambúðarmaður hennar Sigurður Þórðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.