Ketill Eyjólfsson (Sandprýði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ketill Eyjólfsson.

Ketill Eyjólfsson framkvæmdastjóri frá Sandprýði fæddist 20. apríl 1911 í Merkinesi í Höfnum og lést 11. október 2006 í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Símonarson, f. 22. ágúst 1851, d. 22. ágúst 1931, og kona hans Helga Gísladóttir húsfreyja, f. 7. september 1881, d. 29. desember 1957. Fósturmóðir hans var Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, þá ekkja í Sandprýði, en hún var hálfsystir móður hans.

Ketill kom að Sandprýði 1915, þá fjögurra ára. Hann ólst þar upp í skjóli Helgu og barna hennar. Hann fluttist með fjölslyldunni að Ármótum og var með henni þar 1924, var skráður fósturbarn þar 1927, vinnumður hjá Jóni Gíslasyni þar 1930 og vann við útveg hans.
Ketill eignaðist Guðrúnu Eyberg með Jónu Kristínu Eiríksdóttur í Reykjavík 1939. Hún varð kjörbarn Jórunnar Gísladóttur og Oddgeirs Þórarinssonar, sem þá bjuggu á Ármótum (Ármóti) og fluttist með þeim til Reykjavíkur síðar.
Ketill fluttist til Reykjavíkur og starfaði þar við akstur og síðar lengi í Sælgætisgerðinni Víkingi. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1952 og vann um tíma á Keflavíkurflugvelli en stundaði síðar útgerð ásamt bróður sínum og fleiri.
Þau Anna keyptu Efnalaug Hafnfirðinga og fluttu til Hafnarfjarðar. Við efnalaugina störfuðu þau til ársins 1978 en seldu þá fyrirtækið.
Þá hóf Ketill störf hjá áhaldahúsi Hafnarfjarðar og vann þar í 10 ár.
Hann dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði og lést þar 2006.

I. Barnsmóðir Ketils var Jóna Kristín Eiríksdóttir, síðar í Bretlandi, f. 2. mars 1918, d. 14. apríl 2007.
Barn þeirra er
1. Guðrún Eyberg Ketilsdóttir húsfreyja, skrifstofukona, f. 22. ágúst 1939. Maður hennar er Sæmundur Guðni Árnason prentari, f. 23. júní 1938.

II. Kona Ketils var Anna Rósa Árnadóttir, f. 6. júlí. 1923, d. 20. febrúar 1996. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Sigríður Magnúsdóttir, f. 28. ágúst 1898, d. 7. desember 1971, og Árni Steindór Þorkelsson, f. 24. júní 1888, d. 17. júlí 1932.
Börn þeirra:
1. Sigurður Steinar Ketilsson, f. 3. mars 1948. Kona hans er Sólveig Baldursdóttir, f. 1951.
2. Helga Eyberg Ketilsdóttir, f. 3. október 1952. Sambýlismaður hennar er Torfi Kristinsson, f. 1949.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.