Kjartan Leifur Sigurðsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kjartan Leifur Sigurðsson.

Kjartan Leifur Sigurðsson frá Reykjavík, lögreglumaður, sölumaður, kaupmaður fæddist þar 26. október 1941 og lést 13. desember 2020.
Foreldrar hans voru Sigurður Ingi Jónsson frá Múla, prentari, f. 19. júlí 1917, d. 30. október 1997, og fyrri kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, athafnakona, f. 13. janúar 1915, d. 23. apríl 2006.

Kjartan ólst upp í Rvk og Eyjum.
Hann hóf störf hjá lögreglunni um tvítugt og vann þar í 7 ár. Jafnhliða því var hann að byrja sjálfstæðan rekstur af ýmsu tagi, m.a. stofnaði hann ásamt Ólafi bróður sínum Pílu rúllugluggatjöld og ljósverslunina Glampann, sem hann var lengi kenndur við. Þá átti hann fyrirtækið Snara og ferðaðist um landið, sölumaður fyrir Snara og dagbókarútgáfuna Varmá.
Hann eignaðist barn með Ingibjörgu1961.
Hann eignaðist barn með Hrafnhildi 1967.
Þau Friðrika Rósa giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn.
Kjartan Leifur lést 2020.

I. Barnsmóðir Kjartans var Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 13. júní 1939, d. 17. ágúst 2008.
Barn þeirra:
1. Snæfríður Íris Berglind Kjartansdóttir, f. 5. mars 1961. Maður hennar Júlíus Helgi Jónsson.

II. Barnsmóðir Kjartans var Hrafnhildur Helgadóttir, f. 10. janúar 1948, d. 6. júlí 2023.
Barn þeirra:
2. Kjartan Örn Kjartansson, f. 16. apríl 1967. Kona hans Guðbjörg Kristín Bárðardóttir.

III. Kona Kjartans Leifs, (28. nóvember 1964), er Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir húsfreyja, f. 15. mars 1940. Foreldrar hennar Sigurbjörn Friðbjarnarson, f. 19. febrúar 1906, d. 21. júní 1988, og Jórunn Ása Sigurðardóttir, f. 22. desember 1897, d. 20. júní 1973.
Börn þeirra:
3. Jórunn Ingibjörg Kjartansdóttir, f. 3. september 1964. Maður hennar Þorkell Gunnarsson.
4. Sigurbjörn Kjartansson, f. 28. mars 1969.
5. Sigurður Ingi Kjartansson, f. 7. desember 1970. Kona hans Sólveig Sigurðardóttir.
6. Jens Pétur Kjartansson, f. 17. mars 1876. Kona hans Harpa Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.