Klemens Árni Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Klemens Árni Einarsson, sjómaður, útgerðarmaður, trillukarl fæddist 25. janúar 1958 í Presthúsum í Mýrdal og lést 14. apríl 2024 á Lsp.
Foreldrar hans voru Einar Kristinn Klemensson, f. 4. nóvember 1930, d. 12. janúar 2013 og Hefna Finnbogadóttir, f. 22. apríl 1932, d. 11. ágúst 2016.

Klemens Árni lauk öðru stigi í Stýrimannaskólanum snemma á níunda áratugnum.
Hann flutti um 17 ára til Vestmannaeyja þar sem hann hóf sjómennsku. Hann vann á stærri bátum fram til þess að hann kynntist smábátalífinu, sem átti hug hans eftir það. Klemens hóf eigin rekstur á smábátnum Birtu Dís VE 35 árið 1995, Ef hann var ekki einn á sjónum þá var sonur hans Jón Þór með honum. Reksturinn átti þá eftir að dafna vel en seinna meir fjárfesti hann í stærri Birtu Dís, sem sökk, þegar þeir feðgar voru á sjó, önnur Birta Dís var keypt og seinna meir gerði hann bátinn út með bróður sínum Hauki. Hann lagði land undir fót og var nokkur ár að fiska á smábátum í Noregi með syni sínum.

Þau Guðrún Sigríður giftu sig 1979, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Foldahraun 38I. Þau skildu.
Þau Día hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrrum kona Klemens er Guðrún Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja, hárgreiðslumeistari, garðyrkjufrræðingur, f. 23. september 1960. Foreldrar hennar Jón Sigurðsson Þórðarson, skipasmiður, húsasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017, og kona hans Stefanía Stefánsdóttir, húsfreyja, f. 20. nóvember 1920, d. 22. maí 1991.
Börn þeirra:
1. Jón Þór Klemensson, f. 23. nóvember 1978.
2. Sunna Dís Klemensdóttir, f. 22. maí 1988.
3. Birta Mjöll Klemensdóttir, f. 16. nóvember 1989.

II. Sambúðarkona Klemensar er Dia Phiobaikham, f. 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.