Kristín Björnsdóttir (ljósmóðir)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristín Björnsdóttir.

Kristín Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, flugfreyja fæddist 1. júní 1942 að Ásavegi 5 og lést 21. júní 2017.
Foreldrar hennar voru Björn Guðmundsson kaupmaður, f. 24. júní 1916, d. 24. júní 1992, og kona hans Sigurjóna Ólafsdóttir húsfreyja, f. 23. apríl 1917, d. 24. nóvember 1981.

Börn Sigurjónu og Björns:
1. Kristín Björnsdóttir húsfreyja, flugfreyja, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir í Reykjavík, f. 1. júní 1942 á Ásavegi 5, d. 21. júní 2017. Maður hennar Ólafur G. Sigurðsson.
2. Áslaug Björnsdóttir leiskólakennari, f. 8. febrúar 1947 á Faxastíg 1.
3. Guðmundur Björnsson lögfræðingur, f. 21. júlí 1953 að Faxastíg 1. Kona hans Anna Sigurðardóttir.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk 4. bekkjar gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1959, lauk námi í ensku fyrir útlendinga í Fairley Place College í Brighton á Englandi í desember 1961, nam á heilsugæslubraut í Ármúlaskóla í Rvk 1977-1978, lauk ljósmæðranámi í L.M.S.Í. 1980, lauk hjúkrunarnámi í N.H.S. í maí 1986.
Hún var flugfreyja hjá Loftleiðum 1. apríl 1963-15. júlí 1966, var ljósmóðir á Lsp 31. október til 14. nóvember 1980, 29. mars -3. október 1981 og 25. janúar 1982-29. október 1983, var hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Landakotsspítala 15. apríl 1986 til 1. apríl 1987, á öldrunardeild Lsp 1. október til 1. desember 1987, ljósmóðir á Lsp frá 1. maí 1988, síðar á Heilsuverndarstöð Rvk.
Þau Ólafur giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn.
Kristín lést 2017.

I. Maður Kristínar, (16. október 1965), er Ólafur Gunnar Sigurðsson löggiltur endurskoðandi, f. 30. september 1942. Foreldrar hans voru Sigurður Ólafsson skólastjóri, f. 6. september 1918, d. 13. mars 1985, og kona hans Guðrún Jörgensdóttir Hansen húsfreyja, f. 27. maí 1921, d. 28. ágúst 2001.
Börn þeirra:
1. Björn Ólafsson, f. 24. nóvember 1966. Sambúðarkona hans helga Thors.
2. Sigurður Ólafsson, f. 14. júní 1969. Sambúðarkona hans Hildur Hafstein.
3. Ólafur Ólafsson, f. 21. nóvember 1980, d. 23. nóvember 1980.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 4. júlí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.