Kristín Gísladóttir (Stakkagerði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristín Gísladóttir og Bjarni Sighvatsson.

Kristín Gísladóttir frá Stakkagerði, húsfreyja fæddist 26. október 1897 og lést 17. desember 1957.
Foreldrar hennar voru Gísli Lárusson gullsmiður, útgerðarmaður, f. 16. febrúar 1865 á Kornhól, d. 27. september 1935 í Stakkagerði, og kona hans Jóhanna Sigríður Árnadóttir frá Stakkagerði, húsfreyja, f. 11. nóvember 1861, d. 10. júní 1932.

Börn Jóhönnu og Gísla voru:
1. Theodóra Ásdís Gísladóttir húsfreyja Vestanhafs, f. 23. mars 1897, d. 1920.
2. Árni Gíslason bókhaldari 1910, f. 2. mars 1889, d. 8. september 1957.
3. Lárus Kristján Gíslason verslunarmaður, námsmaður, f. 12. nóvember 1892, d. 5. maí 1912.
4. Georg Lárus Gíslason kaupmaður, f. 24. ágúst 1895, d. 27. febrúar 1955.
5. Kristín Gísladóttir húsfreyja, f. 26. október 1897, d. 17. desember 1957.ctr
Systkinin Árni, Kristín og Georg Gísla- og Jóhönnubörn.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Bjarni giftu sig í Stakkagerði 1917, eignuðust Sighvat í Valhöll 1919 og fluttu til Reykjavíkur á árinu. Þau eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Grundarstíg 14b 1920.
Hjónin fluttu til Eyja um 1946-1947, er Bjarni varð bankastjóri Útvegsbankans. Þau bjuggu á Heimagötu 1 í Útvegsbankahúsinu með Jóhönnu Theodóru.
Bjarni lést 1953. Kristín bjó síðast á Laugateigi 12. Hún lést 1957.

I. Maður Kristínar, (3. nóvember 1917 í Stakkagerði), var Bjarni Sighvatsson bankastjóri, f. 22. júlí 1891, d. 20. ágúst 1953.
Börn þeirra:
1. Sighvatur Bjarnason, f. 15. júní 1915, d. 6. desember 1998.
2. Gísli Bjarnason, f. 9. apríl 1921, d. 1. janúar 1943,
3. Lárus Bjarnason, f. 12. október 1922, d. 12. ágúst 1974.
4. Ásgeir Kristinn Bjarnason, f. 7. nóvemebr 1925, d. 4. janúar 1934.
5. Jóhanna Theodóra Bjarnadóttir, f. 3. janúar 1931, d. 30. nóvember 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.