Kristín Guðmundsdóttir (Bifröst)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Guðríður Guðmundsdóttir frá Hjarðarhóli í Norðfirði, húsfreyja, starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins fæddist 21. apríl 1919 á Nesi í Norðfirði og lést 30. apríl 2012.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Stefánsson verkamaður, f. 1. september 1873 á Norðfirði, d. 18. ágúst 1959, og kona hans Valgerður Árnadóttir húsfreyja, f. 1. júní 1881 á Norðfirði, d. 29. júlí 1948.

Kristín var með foreldrum sínum á Hjarðarhóli í Norðfirði 1920, í Laufási þar 1936.
Þau Sigurður giftu sig 1939, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 3 á því ári, í Bifröst við Bárustíg 11 1940, en fluttu til lands 1941. Þau bjuggu í Reykjavík og Ytri-Njarðvík, síðast á Austurgötu 20 í Keflavík.
Sigurður lést 1958.
Kristín starfaði hjá Lyfjaverslun Ríkisins um skeið, bjó síðast á Snorrabraut 56 í Reykjavík. Hún lést 2012.

I. Maður Kristínar, (11. nóvember 1939 í Eyjum), var Sigurður Guðlaugsson hárskeri frá Rafnseyri, f. þar 19. júlí 1918, d. 3. júlí 1958.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Sigurðardóttir húsfreyja, kennari, forstöðumaður, f. 2. mars 1940 á Fífilgötu 3 í Eyjum. Maður hennar Hjálmar Vilhjálmsson.
2. Guðlaugur Sigurðsson matreiðslumaður, f. 29. júlí 1945 í Reykjavík. Kona hans Alda Björk Skarphéðinsdóttir.
3. Valgerður Sigurðardóttir læknir, f. 27. apríl 1952 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar Ágúst Ólafur Georgsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.