Kristín Halldórsdóttir (Byggðarholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Halldórsdóttir frá Tréstöðum í Hörgársveit í Eyjafirði, húsfreyja í Byggðarholti fæddist 20. nóvember 1913 og lést 22. febrúar 1991 á Spáni.
Foreldrar hennar voru Halldór Árnason frá Tréstöðum, bóndi, f. 18. apríl 1879, d. 28. júlí 1969 og Kristjana Gunnarsdóttir frá Hamri í Bægisársókn í Eyjafirði húsfreyja, f. þar 10. febrúar 1877 á, d. 5. apríl 1927.

Kristín var með foreldrum sínum í bernsku, en hún missti móður sína 1927.
Kristín leitaði sér atvinnu í Eyjum. Þau Svavar giftu sig 1938, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Byggðarholti til 1956, þá að Heimagötu 1, síðan á Reyni við Bárustíg 5 til Goss. Þá fluttu þau að lokum í Hafnarfjörð.
Svavar lést 1979. Kristín bjó síðast á Sævangi 47. Hún lést 1991.

Maður Kristínar, (22. október 1938), var Guðjón Svavar Antoníusson frá Byggðarholti, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 27. desember 1908, d. 19. maí 1979.

Börn þeirra:
1. Ólöf Svavarsdóttir húsfreyja, starfsstúlka í Svíþjóð, f. 10. nóvember 1938 í Byggðarholti.
2. Kristjana Svavars Svavarsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 16. mars 1941 í Byggðarholti. Maður hennar var Hjálmar Guðnason.
3. Halldór Svavars Svavarsson seglasaumari, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 9. júlí 1942 í Byggðarholti. Kona hans Vigdís Ásgeirsdóttir.
4. Bragi Svavars Svavarsson, f. 27. september 1944 í Byggðarholti, d. 4. febrúar 1966 af slysförum.
5. Valur Svavars Svavarsson flísalagningamaður, kaupmaður í Hafnarfirði, f. 27. september 1944 í Byggðarholti. Kona hans Halldóra Valdimarsdóttir.
6. Antoníus Þorvaldur Svavars Svavarsson flugvélstjóri í Þýskalandi, býr nú í Reykjavík, f. 18. mars 1949 í Byggðarholti. Kona hans Hrafnhildur Sigurðardóttir.
7. Margrét Guðbjög Svavars Svavarsdóttir húsfreyja, fóstra í Danmörku, f. 1. nóvember 1954. Maður hennar Jens Parbo.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. mars 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.