Kristín Jónsdóttir (Steinsstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Jónsdóttir húsfreyja á Steinsstöðum, síðar á Miðhúsum, fæddist 2. september 1832 á Norður-Hvoli í Mýrdal og lést 21. desember 1903 á Miðhúsum.
Faðir hennar var Jón vinnumaður víða í Mýrdal, f. 1778 á Ytri-Sólheimum þar, d. 23. apríl 1853 í Pétursey þar, Hallvarðsson bónda, síðast í Neðri-Dal þar, f. (1735), d. 1793, Halldórssonar, og konu Hallvarðs, Margrétar húsfreyju, f. 1740, Björnsdóttur bónda á Eystri-Sólheimum, f. 1712, Jónssonar, og ókunnrar fyrri konu Björns Jónssonar.

Móðir Kristínar á Steinsstöðum og barnsmóðir Jóns vinnumanns var Vigdís vinnukona, f. 1796, d. 9. júní 1845, Sigurðardóttir bónda á Rauðafelli u. Eyjafjöllum, f. 1743, Einarssonar bónda í Miðeyjarhjáleigu í A-Landeyjum, f. 1708, á lífi 1762, Sigurðssonar, og konu Einars, Oddrúnar húsfreyju, f. 1713, á lífi 1762, Ólafsdóttur.
Móðir Vigdísar vinnukonu og síðari kona Sigurðar á Rauðafelli var Halldóra húsfreyju, f. 1758, Jónsdóttir, og móður Halldóru, Margrétar húsfreyju, f. 1720, Eyjólfsdóttur.<br

Kristín var bróðurdóttir Arnbjargar Hallvarðsdóttur húsfreyju á Kirkjubæ.

Kristín var með móður sinni á Norður-Hvoli til ársins 1833, með henni á Mið-Hvoli 1833-1835.
Hún var með móður sinni í vinnumennsku hennar í Draumbæ 1836-1842, með henni í Ólafshúsum 1843, tökubarn á Vilborgarstöðum 1844, vinnukona þar 1845 og enn 1853, vinnukona í Juliushaab 1854, þjónustkona þar 1855 og 1856.
Kristín var „sjálfrar sín“ með Einari í Ottahúsi 1857 við fæðingu Ástríðar.
Húsfreyja var hún á Steinsstöðum í stuttum búskap þeirra Einars Guðmundssonar til ársins 1858, bústýra þar 1858-1860 hjá Ingvari Ólafssyni með barn sitt Ástríði Einarsdóttur 3 ára og barn þeirra Einar Ingvarsson eins árs. Aftur var hún húsfreyja þar 1860-líklega 1867. Ólafur sonur þeirra fæddist 1862, en Einar sonur þeirra Ingvars dó 1865.
Þá var hún ekkja og vinnukona í Vanangri 1870, en Ólafur var þá 8 ára niðursetningur á Fögruvöllum. Hún var húskona og ekkja á Miðhúsum 1880 með Ólaf Ingvarsson, 18 ára son sinn, hjá sér og var húskona þar til æviloka 1903.

I. Fyrri maður hennar, (20. nóvember 1857), var Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, d. 27. maí 1858, hrapaði úr Hamrinum.
Barn þeirra hér:
1. Ástríður Einarsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 10. október 1857 í Eyjum, d. 20. júlí 1919, kona Sigurðar Jónssonar verkamanns á Löndum, f. 29. október 1859, d. 10. ágúst 1932.

II. Síðari maður Kristínar, (26. október 1860), var Ingvar Ólafsson bóndi á Steinsstöðum, f. 15. júní 1827 í Stóra-Dalssókn u. Eyjafjöllum, d. 13. janúar 1867.
Börn Kristínar og Ingvars:
2. Einar Ingvarsson, f. 1859, d. 13. október 1865 „af tæringu og brjóstveiki“.
3. Ólafur Ingvarsson sjómaður og landverkamaður á Miðhúsum, f. 26. júlí 1862, d. 20. júní 1942. Kona hans (1905) var Valgerður Jónsdóttir frá Eystra-Fíflholti í V-Landeyjum, f. 1. febrúar 1864, d. 14. nóvember 1929.
4. Ingvar Einar Ingvarsson, f. 14. júlí 1866, d. 16. ágúst 1868, dó „úr tæringu“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónusturbækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.