Kristín Jónsdóttir eldri (Múla)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Jónsdóttir frá Mið-Skála u. Eyjafjöllum, vinnukona fæddist þar 14. júlí 1843 og lést 13. mars 1929 Eyjum.
Foreldrar hennar voru Jón Snorrason bóndi, f. 29. ágúst 1809, d. 13. nóvember 1852, og kona hans Neríður Ketilsdóttir húsfreyja, f. 17. nóvember 1811 á Sauðhúsvelli u. Eyjafjöllum, d. 17. október 1882.

Sonur þeirra og bróðir Kristínar á Múla var Ketill Jónsson bóndi, en kona hans var
I. Geirdís Árnadóttir.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Sigurveig Ketilsdóttir.
2. Neríður Ketilsdóttir.

Kristín var með foreldrum sínum í Mið-Skála 1845 og 1850, með ekkjunni móður sinni í Mið-Skála 1855, vinnukona á Mið-Grund þar 1860, í Ysta-Skála 1868, og með barnið Kristínu á fyrsta ári þar 1870. Hún var vinnukona á Moldnúpi í Holtssókn 1880 með Kristínu 10 ára tökubarni.
Mæðgurnar voru vinnukonur á Barkarstöðum í Fljótshlíð 1890 og Kristín eldri var þar vinnukona 1901.
Hún fluttist frá Sauðhúsvelli u. Eyjafjöllum til Kristínar dóttur sinnar að Múla 1910, skráð vinnukona þar.
Kristín lést 1929.

I. Barnsfaðir Kristínar var Jón Sigurðsson, þá kvæntur bóndi, bókbindari á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, síðan í Syðstu-Mörk u. V-Eyjafjöllum, en að lokum í Reykjavík, f. 12. ágúst 1835, d. 2. júlí 1917.
Barn þeirra:
1. Kristín Jónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja á Múla, f. 27. nóvember 1869, d. 10. september 1954.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.