Kristján Friðbergsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristján Guðmundur Friðbergsson.

Kristján Guðmundur Friðbergsson kaupmaður, forstöðumaður, frumkvöðull fæddist 5. júní 1930 í Reykjavík og lést 4. ágúst 2016.
Foreldrar hans voru Friðberg Kristjánsson frá Hellissandi, sjómaður, f. 1. febrúar 1905, d. 10. september 1989, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 23. nóvember 1906, d. 15. ágúst 1984.

Kristján ólst upp við ýmis störf til sjávar og sveita.
Þau Hanna giftu sig 1953, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en fluttust til Eyja þar sem Kristján var verslunarmaður. Þau bjuggu þar 1954-1959, þá í Hlíðardalsskóla 1959-1961.
Hann nam félagsfræði í Kaupmannahöfn 1961-1963.
Síðan vann hann hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og Fangahjálpinni Vernd í eitt ár.
Árið 1964 keyptu þau Hanna jörðina Kumbaravog við Stokkseyri, endurbættu húsakost og stofnuðu fjölskylduheimilið Kumbaravog 1965 fyrir börn, sem gátu ekki dvalið hjá foreldrum sínum vegna lélegra félagslegra aðstæðna.
Árið 1975 stofnsettu þau dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða á Stokkseyri.
Ásamt starfseminni á Kumbaravogi stofnuðu Hanna og Kristján dvalarheimilið Fell í Skipholti 21 í Reykjavík. Árið 1970 stofnsettu þau innflutnings- og framleiðslufyrirtækið Baldur sf., sem þau ráku, og Kristján rak fram á síðasta dag, hin síðari ár ásamt Unni síðari konu sinni.
Kristján stofnaði Menningarsjóð Kumbaravogs árið 1990, sem veitti fjármuni til ýmissa góðgerðarverkefna til stuðnings börnum, ásamt því að styðja ungmenni til náms.
Hanna lést 1992.
Kristján kvæntist Unni 1996.
Hann lést 2016.

Kristján Guðmundur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (desember 1953), var Hanna Guðrún Halldórsdóttir frá Pétursey, húsfreyja, forstöðukona, frumkvöðull, f. þar 28. september 1931, d. 24. mars 1992.
Börn þeirra:
1. Guðni Kristjánsson framkvæmdastjóri Kumbaravogs, f. 5. september 1953. Kona hans Kirsten E. Larsen.
2. Halldór Kristjánsson bankastjóri, f. 13. janúar 1955. Kona hans Karólína F. Söebech.
3. Fjöldi fósturbarna, sem litu á hjónin sem foreldra sína.

II. Síðari kona Kristjáns Guðmundar, (1. maí 1966), er Unnur Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 3. september 1941. Foreldrar hennar voru Halldór Guðbrandsson bóndi á Heiðarbæ í Flóa, f. 1. nóvember 1903, d. 10. apríl 1976, og Heiðrún Björnsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1911, d. 30. maí 1988.
Unnur á fjögur börn frá fyrra hjónabandi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.