Laufey Óskarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Laufey Óskarsdóttir, húsfreyja, kennaramenntuð, er mannauðs- og launafulltrúi hjá Fjársýslu ríkisins, fæddist 16. júní 1969.
Foreldrar hennar Óskar Sigurður Árnason sjómaður, verkamaður, verkstjóri, f. 3. febrúar 1946, og kona hans Kristín Þorsateinsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 6. desember 1950.

Börn Kristínar og Óskars:
1. Laufey Óskarsdóttir, kennaramenntuð, launafulltrúi, f. 16. júní 1969. Sambúðarmaður hennar Björn Gíslason af Seltjarnarnesi.
2. Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur, f. 29. mars 1979.

Þau Björn hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bú í Rvk.

I. Sambúðarmaður Laufeyjar er Björn Gíslason af Seltjarnarnesi, sölu- og innkaupastjóri, f. 15. október 1968. Foreldrar hans Gísli Ólafsson Ólafs, f. 3. nóvember 1936, d. 8. september 2010, og Ólöf Alda Ólafsdóttir, f. 17. nóvember 1940, d. 4. febrúar 2022.
Barn þeirra:
1. Kristín Rós Björnsdóttir, f. 9. ágúst 1999.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.