Lilja Sigurðardóttir (Bólstað)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Lilja Sigurðardóttir.

Lilja Sigurðardóttir frá Bólstað húsfreyja fæddist þar 26. mars 1919 og lést 22. nóvember 1999.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ólafsson formaður, útgerðarmaður, smiður, f. 15. október 1859, d. 2. september 1940, og kona hans Auðbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1886, d. 9. október 1968.

Barn Sigurðar með Guðrúnu Jónasdóttur.
1. Þorgerður Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Stað við Helgafellsbraut, f. 5. maí 1895, d. 16. mars 1969.
Börn Auðbjargar og Sigurðar:
2. Óskar Sigurðsson endurskoðandi, f. 1. júní 1910 á Bólstað, d. 4. júní 1969.
3. Lilja Sigurðardóttir húsfreyja á Eyrarbakka, f. 26. mars 1919 á Bólstað, d. 22. nóvember 1999.
4. Bára Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. desember 1925 á Bólstað, d. 14. apríl 2015.

Lilja var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést 1940.
Hún var með móður sinni 1940.
Hún var verkakona á Hvoli í Fáskrúðsfirði við giftingu 1942.
Þau Guðlaugur Ragnar giftu sig í í Kolfreyjustaðarkirkju í Fáskrúðsfirði 1942, eignuðust kjörson. Þau bjuggu á Hvoli í Fáskrúðsfirði 1945 fluttu á Eyrarbakka 1948 bjuggu í Nýja-Bæ/Bólstað.
Guðaugur Ragnar lést 1991.
Lilja bjó síðast í Nýja-Bæ/Bólstað. Hún lést 1999.

I. Maður Lilju, (15. ágúst 1942), var Guðlaugur Ragnar Runólfsson frá Gilstungu á Búðum í Fáskrúðsfirði, vélgæslumaður, f. 28. september 1918, d. 13. apríl 1991. Foreldrar hans voru Runólfur Hallgrímur Kjartan Guðmundsson, þá í húsmennsku á Búðum, bóndi, verkamaður á Bjargi og Hvoli í Fáskrúðsfirði síðast á Eyrarbakka, f. 20. maí 1891, d. 31. júlí 1967, og kona hans Emerentíana Guðlaug Eiríksdóttir húsfreyja, síðast á Eyrarbakka, f. 6. júní 1896, d. 12. september 1976.
Barn þeirra, (kjörbarn):
1. Emil Ragnars Ragnarsson, f. 22. júlí 1944. Kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.