Lovísa Þórðardóttir (Haga)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Lovísa Guðrún Þórðardóttir í Haga, húsfreyja fæddist 27. október 1901 á Strönd á Stokkseyri og lést 3. ágúst 1993.
Foreldrar hennar voru Þórður Björnsson sjómaður, verkamaður, þá á Strönd, síðar í Sjólyst þar, f. 20. febrúar 1866, d. 20. október 1932, og kona hans Sesselja Steinþórsdóttir húsfreyja á Strönd, síðar í Sjólyst þar, f. 22. júní 1873, d. 11. janúar 1968.

Lovísa ólst upp hjá foreldrum sínum á Stokkseyri, var þar enn 1920.
Hún fluttist til Eyja, bjó í Ásgarði við giftingu þeirra Lúðvíks 1929. Þau bjuggu á Vegbergi við Skólaveg 32 1930 við fæðingu Ástu, leigðu á Brekku við Faxastíg 4 við fæðingu Sesselju 1932, voru í Dagsbrún við Kirkjuvegi 8b 1934.
Fjölskyldan var komin í Haga við Heimagötu 11 1940.
Þau fluttust til Selfoss um 1945-1946 þar sem Lúðvík var bakari Kaupfélagsins um árabil og Lovísa rak hannyrðaverslun á heimajörðinni í Ártúni á Langanesi.
Lúðvík lést 1983.
Lovísa fluttist í Hafnarfjörð og lést á Sólvangi í Hafnarfirði 1993.

Maður Lovísu, (1. júní 1929), var Lúðvík Jónsson bakarameistari, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983.
Börn þeirra voru:
1. Ásta Lúðvíksdóttir húsfreyja og kennari í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1930 á Vegbergi, d. 29. júlí 2012.
2. Sesselja Þóra Lúðvíksdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. nóvember 1932 á Brekku, d. 13. júlí 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 7. ágúst 1993. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.