Málfríður Guðjóna Jörgensen

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Málfríður Guðjóna Jörgensen húsfreyja fæddist 25. maí 1934 og lést 4. desember 1989.
Foreldrar hennar voru Lauritz Constantin Jörgensen málarameistari í Reykjavík, f. þar 4. mars 1902, d. 25. júlí 1952. Hann var dóttursonur Jóhönnu Jónsdóttur Austmann, og sambúðrakona Lauritz, Halla Soffía Hjálmsdóttir frá Laxárbakka í Miklaholtshreppi, Hvappad.sýslu, húsfreyja, síðar í Eyjum, f. 12. maí 1910, d. 2. september 1988.

Málfríður ólst að miklu leyti upp, ásamt tveimur systkinum sínum á Sólheimum í Grímsnesi hjá Sesselju Sigmundsdóttur, f. 5. júlí 1902, d. 8. nóvember 1974.
Hún lauk námi í húsmæðraskólanum í Hveragerði.
Þau Guðjón giftu sig 1953, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 17, fluttu til Reykjavíkur 1955. Þau skildu 1958.
Málfríður bjó í fyrstu eftir skilnað á Sólvallagötu 74 og vann í Efnalauginni Björgu, þá bjó hún í Skerjafirði, en síðan í Sörlaskjóli 66.
Málfríður átti barn með bandarískum hermanni 1959.
Hún átti barn með Júlíusi 1961.
Þau Hörður giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Sörlaskjóli 66.
Hörður lést 1987 og Málfríður 1989.

I. Maður Málfríðar, (23. maí 1953, skildu), var Guðjón Kristófersson frá Bjarmahlíð við Brekastíg 26, húsgagnasmiður, f. 26. desember 1929, d. 9. apríl 1995.
Barn þeirra:
1. Helga Rósa Guðjónsdóttir húsfreyja, heilbrigðisgagnafræðingur (þ.e. læknaritari og kerfisstjóri), býr á Laugatúni 12 á Sauðárkróki, f. 21. febrúar 1953. Maður hennar Reynir Kárason.

II. Barnsfaðir Málfríðar var bandarískur hermaður.
Barn þeirra:
2. Jökull Jörgensen hárskeri, tónlistarmaður í Hafnarfirði, f. 14. júní 1959. Kona hans Margrét Eir Hönnudóttir.

III. Sambúðarmaður Málfríðar var Júlíus Bjarni Guðmundsson sjómaður, síðar teppalagningamaður, f. 27. febrúar 1938 í Hnífsdal, d. 23. mars 2000. Foreldrar hans voru Guðmundur Maríasson matsveinn, f. 11. maí 1912, d. 22. desember 1979 og Sigríður Kristmunda Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1917, d. 25. mars 1956.
Barn þeirra:
3. Hafþór Júlíusson málari, f. 28. júní 1961. Fyrrum sambúðarkona hans Regína Vilhjálmsdóttir. Sambúðarkona hans Sigrún Ægisdóttir.

IV. Maður Málfríðar, (um 1986), var Hörður Markan, (Hörður Stál Markan á mt. 1930), pípulagningameistari í Reykjavík, f. 4. ágúst 1916, d. 2. mars 1987. Foreldrar hans voru William Hugh Steele, skoskur hermaður, f. 13. janúar 1896, d. 25. apríl 1916.
Barn þeirra:
4. Böðvar Markan pípulagningameistari í Mosfellsbæ, f. 31. maí 1968. Fyrrum kona hans Jónína Kristín Ármannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.