Magnús Örn Guðmundsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnús Örn Guðmundsson.

Magnús Örn Guðmundsson skipstjóri fæddist 7. desember 1956 í Reykjavík og lést 4. febrúar 2020 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Guðmundur Jón Magnússon sjómaður, f. 28. janúar 1932, fórst með Sjöstjörnunni KE 8 suður af Dyrhólaey 11. febrúar 1973, og kona hans Anna S. Steingrímsdóttir frá Höfðakoti á Skagaströnd, húsfreyja, f. 28. júní 1933, d. 26. mars 2018.

Magnús Örn flutti til Eyja 1976.
Hann tók skipstjórnarbraut í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1986.
Magnús Örn byrjaði sjómennsku með Sveini Valdimarssyni, var síðan á bátum hjá Sigurði Einarssyni.
Eftir stýrimannaskólann var hann skipstjóri á nokkrum bátum hjá Sigurði Einarssyni, Bjarnarey VE 501, Bergey VE 544, Snorra Sturlusyni VE 28. Hann var einnig skipstjóri á Kristbjörgu VE 71 hjá Vinnslustöðinni.
Magnús var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi frá 1997 til 2002 og starfaði í fjölda ára með sjómannadagsráði.
Þau Kristín Anný giftur sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Sigrún giftu sig 1988, eignuðust tvö börn.

I. Kona Magnúsar Arnar, (skildu), er Kristín Anný Jónsdóttir, f. 9. júní 1958. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson flugmaður, rafvirkjameistari, framkvæmdastjóri, f. 27. maí 1925, d. 3. júní 2013, og kona hans Vigdís Tryggvadóttir húsfreyja, f. 22. október 1932.
Börn þeirra:
1. Ómar Örn Magnússon, f. 19. júní 1976. Barnsmæður hans Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir, Sigrún Ingvarsdóttir, Hrefna Þráinsdóttir og Þórey Sigurjónsdóttir.
2. Anna Kristín Magnúsdóttir, f. 11. apríl 1979. Maður hennar Hermann Þór Marinósson.

II. Kona Magnúsar Arnar, (2. apríl 1988), er Sigrún Hjörleifsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1962. Foreldrar hennar Hjörleifur Guðnason múrarameistari, f. 5. júní 1925, d. 13. júní 2007, og kona hans Inga Jóhanna Halldórsdóttir húsfreyja, f. 30. nóvember 1927.
Börn þeirra:
3. Þórdís Gyða Magnúsdóttir sjúkraliði, f. 18. janúar 1988. Maður hennar Baldvin Þór Sigurbjörnsson.
4. Guðmundur Jón Magnússon pípulagningamaður, f. 21. apríl 1991. Kona hans Ólöf Halla Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.