Magnea Rósbjörg Pétursdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Magnea Rósbjörg Pétursdóttir.

Magnea Rósbjörg Pétursdóttir frá Ingjaldshóli á Snæfellsnesi, húsfreyja fæddist þar 25. nóvember 1929 og lést 21. september 2010 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Pétur Kristófer Pétursson, f. 6. september 1896, d. 16. október 1985, og kona hans Guðbjörg Jónasdóttir húsfreyja, f. 1. nóvember 1904, d. 7. janúar 1989.

Magnea ólst upp á Snæfellsnesi.
Þau Ástbjartur giftu sig 1948, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu fyrstu 4 árin í húsi Þorvaldar bróður Ástbjarts á Heiðarvegi 57, en síðar á Álfhólsvegi í Kópavogi.
Magnea lést 2010 og Ástbjartur 2019.

1. Maður Magneu Rósbjargar, (31. desember 1948), var Ástbjartur Sæmundsson frá Fagrafelli við Hvítingaveg 5, skrifstofumaður, framkvæmdastjóri, verslunarstjóri, aðalgjaldkeri, f. 7. febrúar 1926, d. 9. ágúst 2019.
Börn þeirra:
1. Pétur Ástbjartsson, f. 29. júní 1949. Kona hans Hrafnhildur Hjartardóttir.
2. Ástríður Sæunn Ástbjartsdóttir, f. 8. apríl 1951. Maður hennar Jón Þór Hallsson.
3. Bjarni Valur Ástbjartsson, f. 17. júní 1954. Kona hans Nongnart-U-Kosakul.
4. Gylfi Ástbjartsson, f. 14. ágúst 1963. Kona hans Hafdís Helga Ólafsdóttir.
5. Hjalti Ástbjartsson, f. 8. desember 1967. Kona hans Bryndís Emilsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.