Margrét Jónsdóttir (Ólafshúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Jónsdóttir frá Ólafshúsum fæddist 30. október 1862, 12. september 1942 í Bellingham, Washington-fylki í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Ólafshúsum, f. 19. ágúst 1816, drukknaði 22. september 1865, og kona hans Vilborg Jónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1823, d. 29. október 1878.

Margrét missti föður sinn, er hún var tæpra þriggja ára.
Hún var með móður sinni í Ólafshúsum 1870, var fósturbarn hjá Kristínu Einarsdóttur húsfreyju og Þorsteini Jónssyni í Nýjabæ frá 1872, léttastúlka þar 1880, vinnukona þar frá 1882-1883.
Hún fór síðar til Vesturheims, bjó í Manitoba í Kanada, svo og í Bellingham og Blaine í Washington-fylki í Bandaríkjunum.

I. Maður hennar, (7. apríl 1893), var Magnús Einarsson Grandy í Manitoba í Kanada, f. 10. október 1861, d. 28. maí 1943. Foreldrar hans voru Einar Grímsson bóndi á Ófeigsstöðum og Björgum, f. 19. apríl 1830, d. 22. október 1871, og kona hans Agata Magnúsdóttir Grandy húsfreyja, síðar í Manitoba, f. 17. desember 1831 á Hóli á Tjörnesi, d. 1. janúar 1917 í Blaine, í Washington-fylki.
Börn þeirra:
1. Kristinn Aðalsteinn Grandy, f. 1893, d. 1894.
2. Magnea Sigfríður Grandy, f. 1895 í Blaine.
3. Kristinn Adelstan Grandy, f. 1896, d. 1973 í Blaine.
4. Johanne Margret Grandy, f. 1901 í Blaine.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.