Margrét Jónsdóttir (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Margrét Jónsdóttir húsfreyja í Norðurgarði var fædd 29. febrúar 1868 og lést 6. mars 1950.
Faðir hennar var Jón vinnumaður í Vallatúni undir Eyjafjöllum 1870, f. 1833, d. 1876, Stefánsson bónda í Berjanesi undir Eyjafjöllum 1835, f. 1805, d. 23. apríl 1868, Þorvaldssonar yngri bónda í Efra-Hólakoti í Eyvindarhólasókn 1816, f. 1772 á Leirum í Steinasókn, d. 14. desember 1835, Stefánssonar, og konu Þorvaldar, Margrétar húsfreyju, f. 9. október 1769 á Harðavelli í Holtssókn, Pétursdóttur.
Móðir Jóns Stefánssonar og kona Stefáns Þorvaldssonar var Evlalía húsfreyja í Berjanesi 1835, f. 1794, Benediktsdóttir bónda í Nýjabæ í Útskálasókn 1801, f. 1765, d. 25. nóvember 1805, Bjarnasonar og konu hans Elínar húsfreyju, f. 1772, d. 6. janúar 1852, Jónsdóttur.

Móðir Margrétar í Norðurgarði og kona Jóns Stefánssonar var Rannveig húsfreyja, f. 11. nóvember 1837, Eyjólfsdóttir bónda í Vallatúni 1870, f. 1800, Andréssonar bónda í Berjaneskoti 1801, f. um 1763, Eyjólfssonar, og konu Andrésar, Rannveigar húsfreyju þar 1801, f. 1759, Ólafsdóttur.
Móðir Rannveigar Eyjólfsdóttur og kona Eyjólfs í Vallatúni var Oddný húsfreyja, f. 1795, Þórarinsdóttir bónda í Krókatúni 1801, f. 1. janúar 1760, d. 2. september 1819, Jónssonar og síðari konu Þórarins, Aldísar húsfreyju, f. um 1768, Hjörleifsdóttur.

Maður Margrétar (1909) var Finnbogi Björnsson bóndi í Norðurgarði, f. 1. janúar 1856, d. 16. apríl 1943, og var Margrét síðari kona hans.
Börn þeirra Finnboga voru:
1. Jón Rósinkranz, fæddur 17. apríl 1908, d. 20. janúar 1932.
2. Guðni Maríus, fæddur 10. október 1909, d. 2. júlí 1962.
3. Andvana stúlka, f. 3. september 1912.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.