Margrét Kristjánsdóttir (Vík)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Guðrún Margrét Sigríður Kristjánsdóttir fæddist 16. júlí 1915 í Túni og lést 18. ágúst 1993.
Foreldrar hennar voru Kristján Magnússon frá Eyri í Súðavíkurhreppi, sjómaður í Túni, f. 26. mars 1884, d. 9. maí 1921 og bústýra hans Guðrún Bjarnadóttir frá Holti í Álftaveri, vinnukona í Eyjum og víðar, f. 24. september 1876, d. 13. febrúar 1964. Uppeldisforeldrar Margrétar voru Gunnar Ólafsson kaupmaður og kona hans Jóhanna Eyþórsdóttir húsfreyja.

Börn Guðrúnar og Kristjáns:
1. Guðrún Margrét Sigríður Kristjánsdóttir uppeldisdóttir í Vík, húsfreyja í Reykjavík, f. 16. júlí 1915 í Túni, d. 18. ágúst 1993. Maður hennar Gunnar Ísberg Hannesson.
2. Solveig Ágústa Bjarngerður Kristjánsdóttir húsfreyja á Hryggjum í Mýrdal, f. 31. júlí 1916 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 23. maí 1994.

Margrét var með vinnukonunni móður sinni í Túni, fluttist með henni í Mýrdal og með henni til Eyja 1918, var með henni í Vík.
Hún eignaðist Gunnar Kristján í Vík 1938, fluttist til Reykjavíkur á því ári.
Þau Gunnar giftu sig 1938, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Miklubraut 7 við andlát Gunnars 1976.
Margrét lést 1993.

I. Maður Guðrúnar Margrétar Sigríðar, (18. nóvember 1938), var Gunnar Ísberg Hannesson verslunarmaður, ljósmyndari, f. 28. mars 1915, d. 24. júní 1976. Foreldrar hans voru Hannes Eyjólfur Ólafsson frá Brekkuholti í Reykjavík, kaupmaður, múrari í Reykjavík, f. 20. júní 1877, d. 18. maí 1961, og kona hans Kristrún Einarsdóttir frá Grímslæk efri í Ölfusi, húsfreyja, f. 8. september 1887, d. 9. október 1964.
Börn þeirra:
1. Gunnar Kristján Gunnarsson, f. 18. febrúar 1938 í Vík í Eyjum. Kona hans Geirrún Marsveinsdóttir.
2. Hannes Gunnarsson, f. 14. nóvember 1946, d. 19. nóvember 2006. Fyrrum eiginkona hans Sigurveig Alexandersdóttir. Kona hans Björgvina Magnúsdóttir.
3. Kristrún Gunnarsdóttir, f. 1. október 1948. Maður hennar Egill Gunnar Ingólfsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.