Marinó Jóhannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Marinó Jóhannesson frá Miðfirði í Miðfirði í N.-Múl., sjómaður, bátsformaður, trillukarl, verkamaður fæddist þar 10. ágúst 1901 og lést 18. september 1955.
Foreldrar hans voru Jóhannes Jakobsson, þá húsmaður í Miðfirði, síðar bóndi þar og í Miðfjarðarnesi, f. 1. júní 1864, d. 18. mars 1902, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir, f. 31. júlí 1862, d. 13. desember 1938.

Jóhannes var skamma stund með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Marinó var 7 mánaða gamall. Hann var niðursetningur hjá Einari móðurbróður sínum og Margréti Albertsdóttur í Viðvík í sókninni 1910, flutti til Eyja 1920, bjó hjá Einari frænda sínum á Gilsbakka á því ári, var verkamaður og trillukarl með ekkjunni móður sinni í Sigtúni við Strandveg 53 1930, var sjómaður í Bergholti við Vestmannabraut 67 1940 og Sjávargötu við Sjómannasund 10A 1945, verkamaður þar 1949.
Þau Guðrún giftu sig 1934, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, í Bergholti við Vestmannabraut 67 og Sjávargötu við Sjómannasund 10A.
Marinó lést 1955 og Guðrún 1984.

I. Kona Marinós, (9. september 1934), var Guðrún Hákonardóttir húsfreyja, f. 23. nóvember 1911, d. 27. júlí 1984.
Börn þeirra:
1. Hilma Marinósdóttir, f. 30. desember 1932 í Hákonarhúsi, d. 11. mars 2014.
2. Margrét Guðrún Marinósdóttir, f. 23. mars 1936 í Bergholti, d. 7. janúar 2004.
3. Steinunn Erla Marinósdóttir, f. 7. febrúar 1948 í Sjávargötu, d. 31. október 2011.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.