Marinó Jónsson (símritari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Marinó Jónsson.

Guðmundur Marinó Jónsson yfirsímritari fæddist 23. júlí 1906 á Ísafirði og lést 22. júlí 1983.
Faðir hans voru Jón Helgi frá Kýrunnarstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu, skósmiður á Ísafirði, f. 29. febrúar 1868, d. 29. maí 1915, Guðbrandsson að Kýrunnarstöðum, en mest búlaus að Hólum í Hvammssveit, f. 6. nóvember 1842, d. 22. ágúst 1922, Einarssonar bónda og hreppstjóra á Kýrunnarstöðum, f. 1794, d. 7. janúar 1846, Einarssonar, f. 1759, drukknaði 23. júní 1821, Jónssonar í Arney og á Dagverðarnesi á Skarðströnd, Brandssonar, og konu Einars hreppstjóra á Kýrunnarstöðum Jóhönnu húsfreyju, f. 1806, d. 4. janúar 1878, Jónsdóttur.
Móðir Jóns Helga og kona Guðbrands var Jóhanna Guðrún húsfreyja í Hólum í Hvammssókn, f. 14. maí 1842, d. 15. september 1915, Jónsdóttir bónda í Hvammsdal í Staðarhólssókn í Dalas. og víðar, f. 1810 í Prestbakkasókn, d. 1892, Jónssonar bónda í Skálholtsvík í Strandas., f. 1776, d. 10. maí 1812, Hjálmarssonar, og konu Jóns í Skálholtsvík, Sigríðar húsfreyju, f. 1775, d. 6. september 1862, Andrésdóttur.
Móðir Jóhönnu Guðrúnar í Hvammsdal og kona Jóns var Guðrún húsfreyja, f. 1816, d. 1894, Magnúsdóttir bónda í Mýrartungu í Reykhólahreppi, f. 1790, d. 21. ágúst 1861, Jónssonar og konu Magnúsar, Þrúðar húsfreyju, f. 1790, d. 3. júní 1861 Hallgrímsdóttur.

Móðir Marinós og kona Jóns Helga var Valgerður Sigríður frá Fremri-Bakka í Langadal í Ísafj.s, húsfreyja á Ísafirði, f. 19. ágúst 1878, d. 13. júní 1949 í Reykjavík, Hafliðadóttir bónda á Fremri-Bakka og Kirkjubóli í Langadal, f. 15. nóvember 1852, d. 29. mars 1937, Hafliðasonar bónda á Fremri-Bakka, f. 20. september 1816, d. 22. apríl 1885, Guðnasonar bónda í Fremri-Gufudal 1835, f. þar 1789, síðar bónda á Fjarðarhorni þar, d. 1875, Jónssonar og konu Guðna, Sigríðar Helgadóttur húsfreyju.
Móðir Valgerðar Sigríðar og kona Hafliða á Fremri-Bakka var María húsfreyja, f. 26. febrúar 1852, d. 11. júlí 1882, Guðmundsdóttir bónda á Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp, f. 1818, d. 11. september 1893, Ásgeirssonar bónda, síðast á Arngerðareyri, f. 7. maí 1786, d. 16. ágúst 1846, Ásgeirssonar bónda á Rauðamýri, f. 1753, d. 4. apríl 1831, Þorsteinssonar og konu Ásgeirs Þorsteinssonar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1759, d. 15. september 1825, Þorsteinsdóttur.
Móðir Guðmundar Ásgeirssonar og kona Ásgeirs á Arngerðareyri var María húsfreyja, f. 27. nóvember 1787 í Arnardal, Ísafj.s., d. 10. mars 1859, Pálsdóttir bónda og hreppstjóra í Arnardal, Halldórssonar og konu Páls, Margrétar Guðmundsdóttur húsfreyju, Bárðarsonar (Arnardalsætt).

Marinó var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hans lést, er hann var 9 ára.
Móðir hans bjó síðar með Jóhannesi Þórðarsyni landpósti og Marinó var skráður hjá þeim á Ísafirði 1920.
Marinó lauk loftskeytaprófi 1926.
Hann fór afleysingartúr á togaranum Imperialist veturinn 1926 og vann á viðgerðarverkstæði Landsímans sumarið 1926.
Hann réðst símritari til Eyja 1926 og starfaði þar til 1946.
Þá fluttist hann til Reykjavíkur og vann á tæknideild Landssímans 1946-1976, til starfsloka.
Marinó átti gildan þátt í leikstarfsemi í Eyjum um skeið. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbsins og sat í fyrstu stjórn hans.

Þau Jakobína giftu sig 1929, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Hvoli við Urðaveg í byrjun, voru þar 1930, á Kirkjuvegi 28, Sunnudal 1934, en fluttust 1935 í nýbyggt hús sitt að Ásavegi 5 ásamt foreldrum Jakobínu.
Þau fluttust til Reykjavíkur 1946 og bjuggu þar síðan, en Jakobína lést 1948.
Marinó kvæntist Hjördísi 1956 og eignuðust þau dótturina Valgerði 1957.
Marinó lést 1983 og Hjördís 2006.

I. Kona Marinós, (8. júní 1929), var Þórunn Jakobína Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. febrúar 1906 í Reykjavík, d. 8. júní 1948.
Börn þeirra:
1. Sigurður Emil Marinósson iðnrekandi, forstjóri, stofnandi Sælgætisgerðarinnar Mónu, f. 21. október 1929 á Hvoli við Urðaveg d. 15. ágúst 2014. Kona hans var Ágústa Kristín Sigurjónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja, f. 1. júní 1929.
2. Agnes Marinósdóttir húsfreyja, talsímakona, f. 25. október 1931 á Hvoli við Urðaveg, d. 16. júlí 2010. Maður hennar var Kristinn Hannes Guðbjartsson loftskeytamaður, varðstjóri, f. 4. apríl 1922, d. 29. maí 1993.
3. Jón Valur Marinósson forstjóri, rafvélavirkjameistari, stofnandi og rekandi Bílarafs, f. 11. nóvember 1941 á Ásavegi 5, d. 1. júuní 2022. Kona hans er Sabine Dolores Marth húsfreyja, sérkennari f. 10. febrúar 1948 í Þýskalandi.

II. Síðari kona Marinós, (28. janúar 1956), var Hjördís Ólafsdóttir húsfreyja, loftskeytamaður, gjaldkeri, bókari, f. 7. nóvember 1922, d. 27. júní 2006. Foreldrar hennar voru Ólafur Ágúst Hjartarson verksmiðjustjóri, f. 10. ágúst 1898, d. 4. febrúar 1989 og Kristín Benediktsdóttir húsfreyja, f. 22. apríl 1901, d. 12. apríl 1985.
Barn þeirra var
4. Valgerður Marinósdóttir húsfreyja, þroskaþjálfi, f. 29. september 1957. Maður hennar er Valdimar G. Guðmundsson byggingafræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Loftskeytamenn og fjarskiptin, 1. Ritstjóri Ólafur K. Björnsson. Félag íslenskra loftskeytamanna; 1987.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.