Marsibil Grímsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Marsibil Grímsdóttir frá Kjaransstöðum í Akraneshreppi, húsfreyja á Akranesi, vinnukona í Eyjum fæddist 24. júlí 1868, og lést 19. október 1935.
Foreldrar hennar voru Grímur Gíslason vinnumaður, húsmaður víða í Borgarfirði, f. 26. mars 1837, d. 31. október 1903, og kona hans Margrét Jónsdóttir frá Steðja í Borgarfirði, f. 2. apríl 1833, d. 16. maí 1913.

Foreldrar Marsibilar voru vinnufólk á Kjaransstöðum við fæðingu hennar. Hún var niðursetningur á Húsafelli í Borgarfirði 1870, vinnukona í Saurbæ í Hvalfirði 1890.
Marsibil var húsfreyja á Hóli á Akranesi 1901 með Jónasi og börnunum Ástríði og Rut Laufeyju og 1910 með þeim og Vilhelmínu.
Jónas lést 1917 og Marsibil bjó í Ívarshúsumá Akranesi 1917-1919, er hún fluttist til Eyja með Vilhelmínu. Þær voru skráðar vinnukonur hjá Ástríði (Ástu) og Hallgrími í Sætúni við Bakkastíg 1920. Þær fluttust með þeim að Grímsstöðum.
Ástríður lést 1923.
Vilhelmína giftist Hallgrími í júní 1924. Þau höfðu skipti á Grímsstöðum og Þingeyri við Sigurjón Sigurðsson, en Hallgrímur drukknaði í ágúst 1925.
Marsibil dvaldi hjá Vilhelmínu dóttur sinni á Þingeyri og lést 1935.

I. Maður Marsibilar, (31. október 1890), var Jónas Guðmundsson bóndi, sjómaður á Hóli (Akurgerði 10) á Akranesi, sem þau Marsibil byggðu. Hann fæddist 10. apríl 1861 í Teigakoti á Akranesi og lést 10. október 1917. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson bóndi, síðast í Götuhúsum á Akranesi, f. 9. febrúar 1830 í Melshúsum á Akranesi, d. 24. maí 1877, og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi í Borg., húsfreyja, f. 15. október 1827, d. 4. júní 1873.
Börn þeirra:
1. Ástríður Jónasdóttir húsfreyja í Sætúni og á Grímsstöðum, f. 15. febrúar 1897, d. 3. júní 1923.
2. Margrét Sigurrós Jónasdóttir, f. 9. maí 1898, d. 20. september 1898.
3. Rut Laufey Jónasdóttir, f. 24. ágúst 1900, d. 4. október 1918.
4. Vilhelmína Jónasdóttir húsfreyja á Þingeyri og Hæli, f. 6. júlí 1902, d. 31. maí 1966.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.