Marta Sigurðardóttir (Merkisteini)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Áslaug Marta Sigurðardóttir.

Áslaug Marta Sigurðardóttir frá Merkisteini, hjúkrunarfræðingur fæddist 9. maí 1905 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 1. júlí 1976.
Foreldrar hennar voru Sigurður Ísleifsson bóndi, smiður í Merkisteini, f. 19. ágúst 1863 í Bjargarkoti í Fljótshlíð, d. 30. september 1958, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 11. janúar 1866 að Káragerði í V-Landeyjum, d. 5. júní 1954.

Börn Guðrúnar og Sigurðar voru:
1. Ásta Kristín Sigurðardóttir kjólameistari, f. 15. júlí 1858, d. 13. apríl 1980.
2. Ingi Sigurðsson húsasmíðameistari, f. 9. júní 1900, d. 30. janúar 1998.
3. Áslaug Marta Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 9. maí 1905, d. 1. júlí 1976.
4. Sigríður Sumarrós Sigurðardóttir fóstra, f. 25. apríl 1907, d. 22. apríl 1992.
5. Jóna Ísleif Sigurðardóttir, f. 23. apríl 1909, d. 24. júlí 1911.

ctr
Aftari röð frá v. Ásta Kristín og Ingi.
Fremri röð frá v. Sigríður Sumarrós og Marta.

Marta var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Eyja 1903.
Hún fékk tímakennslu í Eyjum 1919-1920, lauk hjúkrunarnámi við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn í ágúst 1932.
Marta var hjúkrunarkona á lækningastofu Ólafs Lárussonar 1932-1933, á Kleppsspítala 1933-1935. Hún var skólahjúkrunarkona við Laugarvatnsskólann veturna 1935-1937, leysti af í summarleyfum á Kleppsspítala og Landspítala.
Hún var deildarhjúkrunarfræðingur á Kleppspítala 1937-1942, vann ýmis hjúkrunarstörf 1942-1945, við Vöggustofu Sumargjafar í Suðurborg 1945-1947, við Hjúkrunarfélagið Líkn á árinu 1948.
Þá var Marta hjúkrunarfræðingur við Heilsuverndarstöð Vestmannaeyja 1. október 1948-15. desember 1953.
Áslaug Marta bjó síðast í Reykjavík og lést 1. júlí 1976.
Hún var ógift og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.