Matthildur Þórunn Matthíasdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Matthildur Þórunn Matthíasdóttir.

Matthildur Þórunn Matthíasdóttir frá Byggðarenda, húsfreyja fæddist 13. júní 1926 og lést 6. nóvember 1986.
Foreldrar hennar voru Matthías Gíslason skipstjóri, f. 14. júní 1893 í Sjávargötu á Eyrarbakka, drukknaði 14. janúar 1930, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir húsfreyja, f. 8. júlí 1894 í Hausthúsum á Eyrarbakka, d. 20. maí 1962.

Börn Þórunnar og Matthíasar:
1. Ingólfur Símon Matthíasson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 17. desember 1916, d. 18. október 1999.
2. Sveinn Matthíasson matsveinn, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998.
3. Óskar Matthíasson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 22. mars 1921, d. 21. desember 1992.
4. Gísli Matthíasson, f. 7. apríl 1925, d. 27. maí 1933.
5. Matthildur Þórunn Matthíasdóttir húsfreyja, f. 13. júní 1926, d. 6. nóvember 1986.
Börn Þórunnar og Sigmars Guðmundssonar:
6. Gísli Matthías Sigmarsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 9. október 1937, d. 6. júní 2020.
7. Guðlaug Erla Sigmarsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1942, d. 11. maí 2005.

Matthildur var með foreldrum sínum fyrstu þrjú og hálft ár ævinnar, en faðir hennar drukknaði í janúar 1930.
Hún var með móður sinni á Byggðarenda 1930 og enn 1945.
Þau Sveinbjörn giftu sig 1946, eignuðust fimm börn, en vegna veikinda Matthildar urðu þau að koma einu þeirra í fóstur hjá Þórunni móður hennar og annað varð kjörbarn Sveins bróður hennar.
Þau Matthildur bjuggu í Eyvindarholti við Brekastíg 7b fyrstu árin, en hún bjó hjá móður sinni við fæðingu Sigmars Þórs 1946. Þau bjuggu síðan á Reynivöllum við Kirkjuveg 66, húsi, sem þau keyptu.
Matthildur lést 1986 og Sveinbjörn 1996.

I. Maður Matthildar Þórunnar, ( 30. nóvember 1946), var Sveinbjörn Snæbjörnsson frá Tannanesi í Tálknafirði, sjómaður, f. 25. ágúst 1920, d. 18. desember 1996.
Börn þeirra:
1. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, f. 23. mars 1946 á Byggðarenda. Hann var fóstraður hjá Þórunni ömmu sinni og Sigmari Guðmundssyni til 14 ára aldurs, en síðan hjá Gísla Sigmarssyni og Sjöfn Benónýsdóttur. Kona hans Kolbrún Ósk Óskarsdóttir.
2. Grétar Snæbjörn Sveinbjörnsson, býr í Noregi, f. 30. ágúst 1947. Kona hans Lilleba Sveinbjörnsson.
3. Guðbjartur Bjarki Sveinbjörnsson, (Guðbjartur Michael Hemlys), býr í Noregi, f. 14. júní 1951. Kona hans Hjördís Sveinbjörnsson.
4. Hafdís Sólveig Sveinbjörnsdóttir, f. 27. mars 1958, d. 11. október 2000. Fyrrum sambýlismaður hennar Magnús Már Vilhjálmsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Kristinsson. Maður Hafdísar Guðni Hjartarson.
5. Þórunn Sveins Sveinsdóttir (Cassandra C. Siff Sveinsdóttir), f. 18. ágúst 1960. Fyrri maður Hjörtur R. Jónsson. Síðari maður Peter Skov Andersen. Hún býr í Danmörku. Hún varð kjörbarn Sveins bróður Matthildar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.