Matthildur Nikulásdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Matthildur Nikulásdóttir.

Matthildur Nikulásdóttir frá Stokkseyri, húsfreyja fæddist 2. júní 1924 og lést 1. apríl 2017 á Dvalarheimilinu Höfða.
Foreldrar hennar voru Nikulás Torfason, f. 28. janúar 1885, d. 25. mars 1965, og Helga Júlía Sveinsdóttir, f. 11. júlí 1889, d. 18. september 1941.
Matthildur vann verkakvennavinnu, síðar í Hvalsstöðinni í Hvalfirði.
Þau Friðrik giftu sig 1947, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Birtingarholti, en skildu.
Þau Vilmundur giftu sig 1957, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Akranesi.
Vilmundur lést 1999 og Matthildur 2017.

I. Maður Matthildar, (17. júní 1947, skildu), er Friðrik Ingvarsson frá Birtingarholti, síðar í Bandaríkjunum, f. 2. apríl 1926.
Barn þeirra:
1. Ingvar Friðriksson skipstjóri, f. 25. desember 1944. Kona hans er Erla Fríður Sigurðardóttir húsfreyja, f. 3. mars 1946.

II. Maður Matthildar, (28. desember 1957), var Vilmundur Kristinn Jónsson frá Bæjum á Snæfjallaströnd, verkamaður, verkstjóri, myndbandaleigjandi, f. 2. ágúst 1925, d. 6. febrúar 1999. Foreldrar hans voru Jón Elías Ólafsson bóndi, f. 5. maí 1880, d. 29. nóvember 1934, og kona hans Steindóra Rebekka Steindórsdóttir húsfreyja, f. 13. júlí 1888, d. 26. apríl 1982.
Börn þeirra:
2. Svandís Vilmundardóttir, f. 25. janúar 1957. Maður hennar Einar Óli Einarsson.
3. Kristný Vilmundardóttir, f. 19. ágúst 1960. Maður hennar Hallfreður Vilhjálmsson.
Barn Matthildar og fósturbarn Vilmundar er
1. Ingvar Friðriksson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. febrúar 1999. Minning Vilmundar.
  • Morgunblaðið 12. apríl 2017. Minning Matthildar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.