From Heimaslóð
(Redirected from Moldi)
Jump to navigation Jump to search
Hreinsun að afloknu eldgosi 1973.

Háhá, eða Há-há, er klettur sem stendur vestast á því fjalli sem kallað er Háin.„“ er þó talið réttara, notað sem heildarheiti yfir allt fjallið sem stendur austan við Herjólfsdal. Há-há er, eins og nafnið bendir til, hæsti hluti fjallsins, og stendur um 220m yfir sjávarmáli. Þar er fánastöng sem er gjarnan flaggað á við hátíðleg tækifæri, og er jafnframt spotti bundinn milli þeirrar fánastangar og annarrar eins á Blátindi yfir Þjóðhátíð, og skraut hengt þar á milli.

Háin er þverhnípt að vestan, en uppgangur er auðveldur að austan. Efsti punktur á Hánni heitir Há-há. Á flatlendinu austur og niður af Há-há er Háin eða Austurhá Á Hánni er, eins og allir Eyjakrakkar vita, heimili jólasveinanna, þaðan koma þeir til byggða á þrettándanum og kveðja jólin með öðrum Eyjamönnum, áður en þeir halda aftur heim, þar sem þeir dvelja svo fram að næstu jólum.

Myndir