Nikulás Þorsteinsson (Kastala)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Nikulás Þorsteinsson sjómaður í Dölum og Kastala, síðar í Álftaveri, V-Skaft., fæddist 27. janúar 1809 í Árbæ í Holtum og mun hafa drukknað í Álftaveri í ágúst 1852.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, f. 1778 á Brekkum í Holtum, d. 9. júlí 1825 í Bjólu þar, og kona hans Margrét Runólfsdóttir húsfreyja, f. 1767 í Sandgerði á Reykjanesi, d. 8. mars 1845.

Nikulás var hálfbróðir, sammæddur, Sigríðar Nikulásdóttur húsfreyju, f. 12. nóvember 1788, d. 16. maí 1859, konu Sigurðar Breiðfjörðs og Otta Jónssonar.
Nikulás var vinnumaður í Beykishúsi hjá hálfsystur sinni Sigríði 1836.
Þau Ragnheiður giftust 1837 og bjuggu á því ári í Dölum, hann titlaður bóndi. 1838 og 1839 voru þau í Kastala, eignuðust þar Ágúst 1838 og misstu hann viku gamlan úr ginklofa. 1940 voru þau í Kastala með barnið Geirlaugu á fyrsta ári og 1841 með Geirlaugu. Geirlaug dó úr ginklofa tveggja ára 1842. Við húsvitjun þá var Nikulás „sjálfs sín “ í Jónshúsi.
Nikulás mun hafa yfirgefið Ragnheiði, var vinnumaður og skráður ekkill í Snotru í A-Landeyjum 1845 og Ragnheiður var skráð ekkja í Steinmóðshúsi 1845.
Nikulás var skráður vinnumaður og ekkill á Skálmarbæjarseli í Álftaveri 1850. Hann lést í ágúst 1852, mun hafa drukknað.

Kona Nikulásar, (26. október 1837), var Ragnheiður Valtýsdóttir, f. um 1799, d. 3. janúar 1888.
Börn þeirra voru:
1. Augustus Nikulásson, f. 19. október 1838, d. 26. október 1838 úr ginklofa.
2. Geirlaug Nikulásdóttir, f. 18. september 1840, d. 22. ágúst 1842.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.