Oddný Ólafsdóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Oddný Ólafsdóttir frá Hvanneyri við Vestmannabraut 60, húsfreyja fæddist þar 20. desember 1949.
Foreldrar hennar voru Ólafur Ólafsson skipstjóri á Létti, f. 5. desember 1900, d. 8. ágúst 1978, og kona hans Helga Hansdóttir húsfreyja, 27. maí 1904, d. 27. febrúar 1966.

Börn Helgu og Ólafs:
1. Hans Ólafsson vélstjóri, vélvirki í Hafnarfirði, f. 4. október 1933 í Reykjavík, d. 13. maí 1990. Kona hans Ragna Jóhanna Einarsdóttir, látin.
2. Ólafur Ólafsson rennismíðameistari, f. 17. október 1939 á Ásum. Bjó í Eyjum og Reykjavík, dvelur nú á Eir. Kona hans Kittý Stefánsdóttir.
3. Guðlaug Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. desember 1942 á Ásum. Maður hennar Steingrímur Sigurðsson, látinn.
4. Andvana drengur, f. 24. desember 1944 á Ásum.
5. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 20. desember 1949 á Hvanneyri. Hún býr í Ólafsvík. Barnsfaðir hennar Ólafur Benedikt Arnberg. Maður hennar Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson.

Oddný var með foreldrum sínum í æsku, en móðir hennar lést, þegar Oddný var 16 ára. Hún bjó á Hvanneyri með föður sínum 1972.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1966, nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1966-1967.
Hún var fiskiðnaðarkona, starfaði í Vrådal á Þelamörk í Noregi sumarið 1969.
Oddný eignaðist barn með Ólafi 1970.
Þau Sigjón giftu sig í Reykjavík 1973, eignuðust 3 börn. Þau hafa búið í Ólafsvík.

I. Barnsfaðir Oddnýjar er Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson, f. 20. nóvember 1951.
Barn þeirra:
1. Hafþór Ólafsson rafvirkjameistari í Kópavogi, f. 11. júlí 1970. Kona hans Halldóra Gunnarsdóttir.

II. Maður Oddnýjar, (4. júlí 1973), er Sigjón Rúnar Gylfi Þórhallsson sjómaður, vélstjóri, f. 12. desember 1947. Foreldrar hans voru Þórhallur Sigjónsson vörubifreiðastjóri í Reykjavík, f. 11. maí 1919 á Lögbergi, d. 17. júlí 1993, og kona hans Ólöf Hannesdóttir húsfreyja, f. 21. september 1922, d. 26. október 2017.
Börn þeirra:
2. Svandís Þórhallsdóttir húsfreyja á Englandi, f. 17. janúar 1973. Barnsfaðir hennar Martin Ovalevski. Maður hennar Lee Oadef.
3. Þórhallur Þórhallsson pípulagningameistari í Reykjavík, vinnur hjá Marel, f. 2. október 1979, ókvæntur.
4. Sveinbjörn Þórhallsson stuðningsfulltrúi í Ólafsvík, f. 3. ágúst 1983, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.