Pétur Antonsson (Sandprýði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Pétur Ragnar Antonsson.

Pétur Ragnar Antonsson járnsmiður, lögreglumaður, framkvæmdastjóri, afreksmaður í íþróttum fæddist 26. ágúst 1934 í Sandprýði við Bárustíg 16b og lést 19. desember 2023 á Hrafnistu.
Foreldrar hans voru Anton Friðriksson sjómaður, f. 9. nóvember 1914, d. 7. júlí 1958, og kona hans Helga Þorkelsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja, f. 11. nóvember 1913, d. 22. september 1980.

Pétur var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum, á Ólafsfirði og í Rvk.
Hann lærði járnsmíði, vann ýmis störf og var lögreglumaður um skeið. Hann vann að uppbyggingu og rekstri Fiskimjöls og lýsis í Grindavík með Jóni tengdaföður sínum frá 1956. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Síldarverksmiðjunnar á Krossanesi við Akureyri 1977. Hjónin keyptu hlut bróður Sigrúnar í Fiskimjöli og lýsi 1986 og fluttu til Grindavíkur. Þar bjuggu þau uns þau fluttu til Reykjavíkur.
Pétur var í landsliðinu í handbolta og tók meðal annars þátt í einu heimsmeistaramóti, og eitt sinn varð hann Íslandsmeistari í snóker-billjard.
Þau Sigrún Kristín giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn.
Þau dvöldu síðast á Hrafnistu.
Pétur lést 2023.

I. Kona Péturs, (16. júní 1955), er Sigrún Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. desember 1932. Foreldrar hennar voru Jón Sigurðsson, f. 24. september 1899, d. 17. október 1979, og Sesselja Guðrún Sigurjónsdóttir, f. 26. nóvember 1898, d. 16. febrúar 1982.
Börn þeirra:
1. Jón Gústaf Pétursson, f. 29. ágúst 1954. Kona hans er Sigrún Ragna Sigurðardóttir.
2. Ingibjörg Pétursdóttir, f. 23. júní 1957. Maður hennar er Peter Hale.
3. Sesselja Pétursdóttir, f. 18. febrúar 1961. Maður hennar Finnbogi Alfreðsson.
4. Anton Pétursson, f. 24. apríl 1967. Kona hans Steinunn Áslaug Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.