Pétur Magnússon (Norðurgarði)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Pétur Magnússon bóndi í Norðurgarði fæddist 29. ágúst 1820 í Bakkakoti á Rangárvöllum og drukknaði 1. október 1850.
Foreldrar hans voru Magnús Jónsson bóndi víða, en lengst í Bakkakoti, f. 1780 í Gerðum í V-Landeyjum, d. 8. nóvember 1848 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, og fyrsta kona hans Elín Þorleifsdóttir frá Oddsparti í Þykkvabæ í Djúpárhreppi, Rangárv.sýslu, f. 1781, d. 29. maí 1824.

Pétur fluttist vinnumaður úr Landeyjum að Norðurgarði 1844. Þau Vilborg giftust 1845.
Þau eignuðust 5 börn í 5 ára löngu hjónabandi, en aðeins eitt þeirra lifði bernskuna.
Pétur var í hópi 8 manns, sem fórst við Landeyjasand 1. október 1850. Þar á meðal var svili hans, Símon Jónsson bóndi, maður Jórunnar Guðmundsdóttur.

I. Barnsmóðir Péturs var Halldóra Guðbrandsdóttir vinnukona í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 1815, d. 2. júlí 1871.
Barnið var
1. Jón Pétursson bóndi í Götu í Hvolhreppi, f. 3. nóvember 1840, d. 8. maí 1898.

II. Kona Péturs, (4. júlí 1845), var Vilborg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, síðar húsfreyja í Dölum, f. 12. september 1823, d. 6. maí 1903. Pétur var fyrri maður hennar.
Börn þeirra hér var:
2. Elína Pétursdóttir, f. 10. september 1845, d. 24. janúar 1926.
3. Guðrún Pétursdóttir, f. 8. desember 1846, d. 15. desember 1846 úr „Trismus sive ginklofi“, þ.e. krampi í kjálkavöðvum eða ginklofi.
4. Margrét Pétursdóttir, f. 22. maí 1848. d. 10. júní 1848 „af Barnaveikin“.
5. Andvana stúlka, f. 4. ágúst 1849.
6. Ragnhildur Pétursdóttir, f. 28. apríl 1851, að föður sínum látnum, d. 11. nóvember 1851 „af Barnaveikleika“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.