Pétur Sveinsson (skipstjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Stefán Pétur Sveinsson, skipstjóri fæddist 9. september 1948.
Foreldrar hans Sveinn Matthíasson, frá Byggðarenda, sjómaður, matsveinn, f. 14. ágúst 1918, d. 15. nóvember 1998, og síðari kona hans María Eirikka Pétursdóttir, frá Neskaupstað, húsfreyja, f. 9. nóvember 1923, d. 4. október 2012.

Þau Henný Dröfn giftu sig 1968, eignuðust sjö börn, eitt þeirra fæddist andvana og annað lést á ungum aldri.

I. Kona Péturs, (27. júlí 1968), var Henný Dröfn Ólafsdóttir, húsfreyja, verkakona, f. 8. október 1948, d. 17. mars 2003.
Börn þeirra:
1. María Pétursdóttir hárgreiðslumeistari, f. 3. júní 1968. Fyrri maður hennar, skildu, var Davíð Þór Einarsson sjómaður. Síðari maður hennar er Gunnar Bergur Runólfsson flugvallarstarfsmaður, f. 8. febrúar 1981.
2. Aðalheiður Pétursdóttir húsfreyja, f. 23. ágúst 1969. Maður hennar er Friðjón Jónsson sjómaður, f. 18. október 1969.
3. Sveinn Pétursson, f. 30. september 1973, d. 3. ágúst 1991.
4. Erla Björg Pétursdóttir húsfreyja, f. 21. október 1977. Sambýlismaður hennar er Bjarni Þór Guðmundsson, f. 7. desember 1978.
5. Sigurður Freyr Pétursson sjómaður, f. 29. des. 1984.
6. Andvana drengur, f. 18. maí 1987.
7. Guðni Þór Pétursson sjómaður, f. 7. september 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.