Róbert Sigurmundsson (húsasmíðameistari)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðjón Róbert Sigurmundsson.

Guðjón Róbert Sigurmundsson frá Mundahúsi við Vestmannabraut 25, húsasmíðameistari fæddist 13. september 1948 og lést 8. desember 2012 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Sigurmundur Runólfsson verkamaður, verstjóri, f. 4. ágúst 1904, d. 16. febrúar 1974 og kona hans Ísey Skaftadóttir húsfreyja, f. 13. mars 1911, d. 6. júní 1987.

Börn Íseyjar og Sigurmundar:
1. Heiðmundur Sigurmundsson bakari, heildsali, hótelrekandi, f. 23. febrúar 1935 á Vestmannabraut 25, d. 13. júlí 2010.
2. Sólólfur Sigurmundsson, f. 9. apríl 1936 á Vestmannabraut 25, d. 7. október 1943.
3. Ingólfur Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 24. desember 1939 á Vestmannabraut 25, d. 20. ágúst 2013.
4. Arnar Sigurmundsson framkvæmdastjóri, f. 19. nóvember 1943 á Vestmannabraut 25.
5. Guðjón Róbert Sigurmundsson húsasmíðameistari, f. 13. september 1948 á Vestmannabraut 25, d. 8. desember 2012.

Róbert var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði húsasmíði í Eyjum, varð sveinn 1965 og fékk meistarabréf 1969.
Hann vann við iðn sína, stofnaði Trésmiðjuna Börk í kjallaranum á Vestmannabraut 28, en síðar var verkstæði hans á Kirkjuvegi 10.
Þau keyptu síðar Kirkjuveg 12 og stofnuðu þar Gallery Prýði, sem bauð fjölbreytt úrval gjafavöru og listaverka, auk ýmiskonar þjónustu smiðsins sem hafði aðsetur í bakherbergi í húsinu.
Þau Svanhildur fóru saman til Noregs, hófu búskap í janúar 1970 og störfuðu þar í tæpt ár.
Þau giftu sig 1971, eignuðust 5 börn. Þau bjuggu í fyrstu á Vestmannabraut 25. Ófullgerð húsbygging þeirra í Stóragerði 7 fóru undir Ösku við Gosið 1973.
Eftir heimkomuna 1973 byggðu þau húsið Höfðaveg 43b og bjuggu þar.
Guðjón Róbert lést 2012.ctr
Börn Róberts Sigurmundssonar og Svanhildar Gísladóttur.

I. Kona Guðjóns Róberts, (25. september 1971), er Svanhildur Gísladóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 29. ágúst 1949.
Börn þeirra:
1. Íris Róbertsdóttir húsfreyja, kennari, bæjarstjóri, f. 11. janúar 1972. Maður hennar Eysteinn Gunnarsson.
2. Hrönn Róbertsdóttir húsfreyja, tannlæknir, f. 26. mars 1973. Fyrrum sambúðarmaður hennar hennar Arnar Þórarinn Barðdal. Fyrrum maður hennar Sævar Pétursson. Sambúðarmaður hennar Ólafur Teitur Guðnason.
3. Telma Róbertsdóttir húsfreyja, fasteignasali, útgerðarkona, f. 27. júlí 1978. Maður hennar Sigurður Ingi Jóelsson.
4. Ívar Róbertsson viðskiptafræðingur, f. 23. mars 1983. Barnsmóðir hans Arndís Bára Ingimarsdóttir. Sambúðarkona Agnes Kristjánsdóttir.
5. Víðir Róbertsson bílasali, f. 25. september 1984. Sambúðarkona Hekla Hannesdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.