Rúnar Ástvaldsson (Sigtúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Rúnar Ástvaldsson.

Sigurður Rúnar Ástvaldsson húsasmíðameistari, löggiltur vátryggingamiðlari í Rvk, fæddist 5. september 1956.
Foreldrar hans Ástvaldur Helgason forstöðumaður, bifreiðastjóri, sundlaugarvörður, f. 7. nóvember 1925, d. 20. apríl 1996, og kona hans Kristín Oktavía Ingimundardóttir húsfreyja, iðnverkakona, handavinnukennari, verslunarmaður, f. 8. október 1922, d. 23. júní 1997.

Börn Kristínar og Ástvaldar:
1. Óli Þór Ástvaldsson á Þórustöðum í Eyjafirði, bankaritari í Sparisjóðnum, lærður bankamaður frá Noregi og Danmörku, framkvæmdastjóri Vélbátatrygginga Eyjafjarðar, f. 8. ágúst 1949 í Litla-Hvammi. Kona hans er Guðfinna Nývarðsdóttir húsfreyja, heilsuverndarhjúkrunarfræðingur, deildarstjóri við heilsugæsluna á Akureyri.
2. Sigurbjörg Sóley Ástvaldsdóttir húsfreyja á Hvolsvelli, þroskaþjálfi, f. 23. janúar 1951 í Litla-Hvammi. Maður hennar er Ágúst Ingi Ólafsson sveitarstjóri í Hvolhreppi, fjármálastjóri.
3. Sigurður Rúnar Ástvaldsson húsasmíðameistarií Kópavogi, tvíburi, f. 5. september 1956 í Sigtúni. Kona hans, (skildu), er Anna Guðlaug Albertsdóttir. Kona hans, skildu, er Helga Sigurðardóttir.
4. Finnbogi Arnar Ástvaldsson rafvirki á Hvolsvelli, tvíburi, f. 5. september 1956 í Sigtúni. Sambýliskona hans var Agnes Ólöf Thorarensen.
5. Ragnar Ástvaldsson bifreiðastjóri í Kópavogi, f. 20. apríl 1960 í Sigtúni. Kona hans er Guðrún Bergmann Magnúsdóttir.
6. Viðar Þór Ástvaldsson, verslunarstjóri á Selfossi, f. 20. desember 1965. Kona hans er Jóhanna Ósk Pálsdóttir.
Barn Kristínar Oktavíu fyrir hjónaband er
7. Inga Jóhanna Arnórsdóttir, f. 26. janúar 1943 í Reykjavík. Hún býr í Svíþjóð. Maður hennar, (skildu), var Árni Sveinbjörn Árnason.

Þau Anna Guðlaug giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Helga giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Sigurður Rúnar býr í Kópavogi.

I. Fyrrum kona Sigurðar Rúnars er Anna Guðlaug Albertsdóttir frá Skógum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 21. október 1956. Foreldrar hennar Albert Jóhannsson, f. 25. september 1926, d. 26. desember 1998, og Guðrún Erla Þorbergsdóttir, f. 1. júlí 1933.
Börn þeirra:
1. Gylfi Sigurðsson, f. 5. desember 1975.
2. Pálmi Sigurðsson, f. 26. mars 1979.

II. Fyrrum kona Sigurðar Rúnars er Helga Sigurðardóttir frá Akureyri, húsfreyja, meinatæknir, f. 15. desember 1951. Foreldrar hennar Kristín Sigurrós Jónsdóttir, f. 11. nóvember 1917, d. 5. febrúar 1997, og Sigurður Kristjánsson, f. 1. maí 1900, d. 4. febrúar 1982.
Börn þeirra:
3. Kristín Sigurðardóttir, kjörbarn, f. 17. nóvember 1981.
4. Haukur Sigurðsson, f. 30. nóvember 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.