Rúnar Þorkell Jóhannsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Rúnar Þorkell Jóhannsson.

Rúnar Þorkell Jóhannsson frá Bjarmahlíð við Brekastíg 26, bifvélavirki fæddist 25. ágúst 1947 á Blönduósi og lést 18. júlí 2018 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Jóhann Frímann Hannesson frá Blönduósi, sjómaður, verkamaður, umsjónarmaður, skrifstofumaður, f. 18. maí 1924 á Eiríksstöðum í Svartárdal, A.-Hún., d. 19. desember 1997, og kona hans Freyja Kristín Kristófersdóttir frá Bjarmahlíð, húsfreyja, f. 21. september 1924 á Oddsstöðum.

Börn Freyju og Jóhanns:
1. Anna Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. mars 1946 í Bjarmahlíð við Brekastíg 26. Maður hennar Ragnar Þór Baldvinsson.
2. Rúnar Þorkell Jóhannsson bifvélavirki, f. 25. ágúst 1947 á Blönduósi, d. 18. júlí 2018. Barnsmóðir hans Ellý Pálsdóttir. Fyrrum kona hans Björg Guðmundsdóttir.
3. Hlynur Jóhannsson rekur bílaleigu á Akureyri, f. 30. janúar 1968. Sambúðarkona hans Karen Ingimarsdóttir.

Rúnar var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Eyja 1949 og til Reykjavíkur 1960.
Hann lærði bifvélavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík og hjá Vegagerð Ríkisins.
Hann vann hjá Vegagerðinni til 1977, en flutti þá til Svíþjóðar og vann hjá Volvex. Hann flutti til Bolungarvíkur, vann hjá vélsmiðjunni þar frá 1992.
Rúnar flutti til Eyja eftir skilnað hans og Bjargar. Þar vann hann hjá Skipalyftunni til ársins 2000.
Hann flutti til Noregs og vann hjá Noregsbuss til ársins 2012, en þá flutti hann til Eyja og starfaði hjá Skipalyftunni til 67 ára aldurs, síðan vann hann hjá Alþrif til ársbyrjunar 2017, er hann veiktist.
Þau Björg giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Hann bjó með norskri konu, Tove, í Noregi.
Rúnar bjó síðast á Hásteinsvegi 50.
Hann lést 2018.

I. Barnsmóðir Rúnars er Elínborg Steinunn Pálsdóttir, f. 23. júlí 1947.
Barn þeirra:
1. Páll Þórir Rúnarsson, f. 15. desember 1967. Kona hans Mekkín Árnadóttir.

II. Kona Rúnars, (11. september 1971), er Björg Sigríður Guðmundsdóttir, f. 8. desember 1948. Foreldrar hennar voru Guðmundur Bjarni Jónsson frá Bolungarvík, framkvæmdastjóri, f. 2. nóvember 1926, d. 28. janúar 1996, og kona hans Fríða Pétursdóttir frá Hafnardal í Nauteyrarhreppi, N.-Ís, húsfreyja, saumakona, rak saumastofu, f. 11. apríl 1926, d. 13. janúar 2015.
Börn þeirra:
1. Fríða Rúnarsdóttir kennari, f. 22. apríl 1972. Maður hennar Hermann G. Hermannsson.
2. Freyja Kristín Rúnarsdóttir löggiltur fasteignasali, f. 10. júní 1978. Maður hennar Gunnar Geir Gústafsson.
3. Jóhann Frímann Rúnarsson líffræðingur, f. 16. júlí 1987. Maki Axel Ingi Árnason.

III. Sambúðarkona Rúnars í Noregi var Tove.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.