Ragnar Guðnason (Steini)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnar Matthías Guðnason.

Ragnar Matthías Guðnason frá Steini við Vesturveg 10, sjómaður, stýrimaður fæddist 7. janúar 1942 að Vestmannabraut 74.
Foreldrar hans Guðni Runólfsson frá Vík í Mýrdal, sjómaður, f. 25. september 1910, d. 9. júní 1980, og kona Vilborg Guðjóna Sigurbergsdóttir frá Hlíð u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 10. júlí 1913, d. 27. október 1990.

Börn Vilborgar og Guðna:
1. Jóhann Sigurbergur Guðnason, f. 22. október 1936 á Sólheimum.
2. Ragnar Matthías Guðnason, f. 7. janúar 1942 á Vestmannabraut 74.
3. Vilhjálmur Guðnason, f. 12. ágúst 1950 á Steini, d. 7. nóvember 1950.
4. Lilja Guðnadóttir, f. 14. desember 1952 á Steini.

Ragnar lauk hinu minna fiskimannaprófi í Eyjum 1962.
Hann var stýrimaður frá 1962 nema 1973. Þá var hann við störf í Eyjum í sambandi við eldgosið, hreinsun og fleira.
Þau Ásta giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Ragnarss er Ásta Kristinsdóttir húsfreyja, póstfulltrúi, f. 8. ágúst 1942.
Börn þeirra:
1. Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir, snyrtifræðingur, f. 6. október 1959.
2. Kristinn Guðni Ragnarsson, f. 8. desember 1962.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.