Ragnheiður Björgvinsdóttir (Viðey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ragnheiður Björgvinsdóttir frá Viðey, húsfreyja, verkakona, skrifstofumaður fæddist þar 28. mars 1942.
Foreldrar hennar voru Björgvin Guðmundsson frá Streiti í Beiðdalshreppi, S.-Múl., skipstjóri, útgerðarmaður, f. þar 15. maí 1915, d. 9. mars 1999 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Viðey, húsfreyja, f. 19. apríl 1917 á Ytri-Hóli í V.-Landeyjum, d. 14. október 1998 á Sjúkrahúsinu.

Börn Ingibjargar og Björgvins:
1. Ragnheiður Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1942 í Viðey.
2. Guðmundur Óskar Björgvinsson, f. 28. júlí 1947 í Viðey.

Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959.
Ragnheiður vann í Vinnslustöðinni og Fiskimjölsverksmiðjunni, síðar hjá sýslumanni í 1 ár til ársins 2000.
Þau Gunnar giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásavegi 23 til Goss 1973, dvöldu í Reykjavík í Gosinu, en fluttu heim í júlí 1973, bjuggu í Blokkinni við Hásteinsveg 60 til 1974, er þau keyptu húsið við Illugagötu 11, bjuggu þar til 1998, er þau minnkuðu við sig og fluttu í Blokkina.

I. Maður Ragnheiðar, (16. nóvember 1968), er Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ívar Gunnarsson læknir, svæfingalæknir, f. 6. ágúst 1968. Kona hans Ragna Lára Jakobsdóttir.
2. Jón Ragnar Gunnarsson matvælafræðingur, starfsmaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.