Rannveig Einarsdóttir (Hvanneyri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rannveig Einarsdóttir húsfreyja í Vestur-Holtum og á Hvanneyri fæddist 19. júlí 1866 og lést 21. október 1945.
Foreldrar hennar voru Einar Jónsson bóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 9. apríl 1839, d. 10. maí 1888, og kona hans Þórunn Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1834, d. 15. júlí 1882.

Rannveig var með foreldrum sínum í Steinum í æsku.
Hún giftist Guðjóni 1887 og var húsfreyja í Vestur-Holtum 1890 og 1901.
Guðjón lést 1903 og Rannveig fluttist til Eyja 1906 með börn sín Þórunni og Jón.
Hún var vinnukona á Vesturhúsum 1907 hjá Guðmundi Þórarinssyni og Guðrúnu Erlendsdóttur og hafði börnin hjá sér. Hún var vinnukona hjá Magnúsi syni þeirra 1910 og hafði Þórunni hjá sér, en Jón var fiskvinnumaður hjá Magnúsi á Felli.
1912 bjó hún með Þórunni á Hvanneyri, en Jón var nálægur, fiskvinnumaður á Felli. Hann var húsbóndi á Hvanneyri 1914 og síðan og Rannveig var hjá honum 1934, en flutti úr bænum og lést 1945. Hún var grafin í Ásólfsskálakirkjugarði.

I. Maður Rannveigar, (1887), var Guðjón Sigurðsson bóndi í Vestur-Holtum u. Eyjafjöllum, f. 1860, d. 24. júlí 1903.
Börn þeirra hér:
1. Einarsína Guðjónsóttir, f. 16. júní 1890, dó ung.
2. Jón Guðjónsson útgerðarmaður, fiskimatsmaður, síðar umsjónarmaður, f. 16. apríl 1892 í Vestur-Holtum, d. 22. desember 1972.
2. Ólöf Guðjónsdóttir, f. 14. maí 1893, d. 14. apríl 1894.
3. Sigurður Guðjónsson á Hvanneyri, síðar bóndi á Sauðhúsvelli, f. 5. febrúar 1896, d. 12. maí 1970.
4. Þórunn Guðjónsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Reykjavík, f. 22. maí 1898, d. 28. nóvember 1990.
5. Dýrfinna Guðjónsdóttir fósturbarn í Holti u. Eyjafjöllum 1910, uppeldisbarn í Reykjavík 1920, síðar saumakona þar, f. 19. júní 1901, d. 3. maí 1975.
6. Einar Guðjónsson járnsmíðameistari í Reykjavík, f. 4. júní 1903, d. 27. nóvember 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.