Richard Torfason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Málfríður Kristín Lúðvíksdóttir og Richard Torfason.

Richard Torfason prestur, biskupsritari og bankamaður fæddist 16. maí 1866 í Jónshúsi og lést 3. september 1935.
Foreldrar hans voru Torfi Magnússon verslunarmaður í Juliushaab, f. 30. júlí 1835, d. 28. apríl 1917, og kona hans Jóhanna S.M. Bjarnasen, f. 22. júní 1839 í Sjólyst, d. 4. apríl 1910.

Richard fluttist með móður sinni til Reykjavíkur um eins árs aldur.
Hann var með foreldrum sínum í Reykjavík, gekk í Reykjavíkurskóla og lauk þar námi 1885, var við nám í háskólanum í Kaupmannahöfn 1885-1886, lauk prófi úr íslenska prestaskólanum 1888.
Richard var biskupsritari og kennari. Hann fékk Rafnseyri við Arnarfjörð 1891, Holtaþing í Rangárvallasýslu 1901 og sat í Guttormshaga, lét af embætti 1904.
Þá varð hann biskupsritari og bókari Landsbankans.
Richard lést 1935.

Richard var þríkvæntur.
I. Fyrsta kona hans, (2. maí 1892), var Málmfríður Kristín Lúðvíksdóttir, f. 11. júní 1871, d. 16. nóvember 1906. Foreldrar hennar Lúðvík Alexíusson steinsmiður í Reykjavík, f. 10. janúar 1835 á Brunnastöðum í Kálfatjarnarsókn, Gull., d. 8. júlí 1919 í Reykjavík, og kona hans Sigurlaug Friðriksdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1840 í Reykjavík, d. 23. maí 1905.
Börn þeirra hér:
1. Gunnar Richardsson, f. 5. ágúst 1896, d. 21. mars 1918. Hann fór til Vesturheims og féll í heimstyrjöldinni fyrri.
2. Magnús Richardsson símstjóri, f. 26. október 1901, d. 7. febrúar 1977.

II. Önnur kona Richards, (6. febrúar 1909, skildu), var Kristín Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1874, d. 15. desember 1945. Foreldrar hennar voru sr. Jóns Þórðarson prestur á Auðkúlu í Svínadal í A-Húnavatnssýslu, f. 3. október 1826 á Bessastöðum á Álftanesi, d. 13. júní 1885 á Auðkúlu, og kona hans Sigríður (yngri) Eiríksdóttir húsfreyja, f. 8. febrúar 1830 á Hamri í Borgarhreppi, Mýr., d. 23. maí 1916 í Skildinganesi.
Þau voru barnlaus.

III. Þriðja kona Richards var Ólafía Ingibjörg Runólfsdóttir húsfreyja, f. 9. nóvember 1897, d. 27. nóvember 1951. Foreldrar hennar voru Runólfur Ólafsson útgerðarmaður í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, f. þar 2. nóvember 1864, d. 3. maí 1936.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Magnús Haraldsson.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.