Ritverk Árna Árnasonar/Björgvin Pálsson (Brekkuhúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

ctr


Kynning.

Björgvin Hafsteinn Pálsson verkamaður frá Brekkuhúsi, fæddist 20. janúar 1909 og lést 22. maí 1932, hrapaði úr Mykitakstó.
Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson bóndi í Butru í Landeyjum, síðar bifreiðastjóri í Laufholti, f. 8. mars 1873, d. 8. október 1924 í Eyjum, og kona hans Helga Soffía Helgadóttir húsfreyja, f. 4. október 1879, d. 18. desember 1969 í Reykjavík.

Björgvin og Helgi bróðir hans vou fluttir til Eyja 1909. Björgvin fór að Brekkuhúsi og ólst þar upp hjá hjónunum Sigurbjörgu Sigurðardóttur húsfreyju og Sigurði Sveinbjörnssyni bónda.
Fóstursystkini hans í Brekkuhúsi voru:
1. Sigurjón formaður, fisksali, f. 6. mars 1890 í Krosssókn í A-Landeyjum, d. 8. júní 1959.
2. Guðbjörg Aðalheiður húsfreyja í Stóra-Hvammi, f. 15. febrúar 1896, d. 30. janúar 1958.
Þau Sigurbjörg ólu upp nokkur fósturbörn:
3. Finnur á Oddgeirshólum
4. Rósa Árnadóttir dótturdóttir þeirra.
5. Sigurðar Óli Sigurjónsson sonarsonur hjónanna var þar í fóstri um skeið.

Björgvin Hafsteinn bjó með Aðalheiði á Hásteinsvegi 17 1930. Þau eignuðust dreng á því ári, en hann dó nokkurra mánaða gamall.
Björgvin hrapaði til bana úr Mykitakstó 1932.

I. Sambýliskona (ráðskona) Björgvins var Aðalheiður Gísladóttir húsfreyja á Hásteinsvegi 17 1930, f. 26. janúar 1906, d. 9. ágúst 1933.
Barn þeirra var
1. Knútur Björgvinsson, f. 15. mars 1930, d. 29. október 1930.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Systkini Ingibjargar Árnadóttur móður Páls í Laufholti voru m.a.:
Árni, faðir Árna á Grund Árnasonar.
Björg, móðir Bjargar á Gilsbakka Sighvatsdóttur.
Guðbjörg, var kona Bergs Magnússonar bróður Óla í Nýborg.
Ingibjörg, - sbr. hér að ofan.
Nikulás bóndi í Krosshjáleigu í A-Landeyjum, - faðir Einars á Búðarhóli þar.
Sigríður, - móðir Guðmundar í Hrísnesi hér.
Er margt fólk frá þessum systkinum komið hér í Eyjum og víðar.
Björgvin var ókvæntur. Hann var alinn upp í Brekkuhúsi hjá föðursystur sinni Sigurbjörgu konu Sigurðar Sveinbjörnssonar.
Hann var allhár vexti og þrekinn, dökkur á brún og brá, frekar breiðleitur. Hann var kátur og skemmtilegur með að vera, – harðduglegur maður.
Hans naut skamma stund við bjarggöngur og veiðar, sem hann stundaði af elju og áhuga, því að hann hrapaði til dauðs úr Mykitakstó um vorið 1932, aðeins 22 ára gamall.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.