Ritverk Árna Árnasonar/Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Eyjólfur er lágur vexti, en þrekinn og sannast á honum að ,,margur er knár þótt hann sé smár“. Hann er dökkur á brún og brá, sérlega léttlyndur og hrókur alls fagnaðar, mjög vel látinn í störfum og allri daglegri umgengni, síkátur, fróður vel og ræðinn og góður heim að sækja.
Ungur að aldri byrjaði hann sjómennsku og fjallaferðir og hefir stundað hvort tveggja við góðan orðstír allt fram á þennan dag. Hann hefir sigið mikið til eggja og fugla, farið um flestar úteyjanna og heimalandið, enda vel kunnur staðháttum eyjanna til fugla og eggjatöku. Hann hefur legið við í Suðurey, Álsey, Brandinum og Elliðaey og hvarvetna verið sérstaklega vinhollur, afhaldinn og góður félagi. Lífsstarf Eyjólfs er sjómennska.
formaður góður.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit