Runólfur Ólafsson (Vatnsdal)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstunarmeistari, húsvörður fæddist 24. október 1904 á Drangastekk í Vopnafirðir og lést 14. febrúar 1991.
Foreldrar hans voru Ólafur Oddsson útvegsbóndi, síðar verkamaður í Eyjum, f. 16. ágúst 1871 á Ragnheiðarstöðum í Flóa, d. 1. mars 1957, og kona hans Oddný Runólfsdóttir húsfreyja, f. 2. mars 1876 í Böðvarsdal í Vopnafirði, d. 27. júní 1947.

Börn Ólafs og Oddnýjar í Eyjum:
1. Ólafur Ólafsson skipstjóri á hafnarbátunum Brimli og Létti, f. 5. desember 1900 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 8. ágúst 1978.
2. Jónína Ólafsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 14. júní 1903 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 25. júlí 1971.
3. Runólfur Ólafsson sjómaður, bólstrunarmeistari, húsvörður á Akranesi, f. 24. október 1904 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 14. febrúar 1991.
4. Þórður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður, f. 24. maí 1906 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 18. maí 1975.
5. Ásgerður Theodóra Ólafsdóttir, f. 29. september 1910 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 23. desember 1988.
6. Ólöf Oddný Ólafsdóttir húsfreyja, f. 29. september 1914 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 16. janúar 1986.
7. Valgeir Ólafsson sjómaður, verkamaður, f. 30. september 1916 á Drangastekk í Vopnafirði, d. 9. janúar 1991.

Runólfur var með foreldrum sínum, flutti til Eyja 1918, bjó í London 1920, hjá Jónu systur sinni í Vatnsdal 1930.
Hann var sjómaður í Eyjum.
Runólfur flutti til Akraness 1934, stundaði sjómennsku með Brynjólfi í Háteigi, Bergþóri á Ökrum og fleiri.
Hann lærði bólstrun, öðlaðist meistararéttindi og vann við iðnina. Síðar varð hann húsvörður við Íþróttahúsið.
Brynjólfur fékkst við smíði bátslíkana, smíðaði líkan af báti, sem sýnt var á heimssýningunni í New York 1939 og líkan hans af Kútter Haraldi er í Byggðasafninu í Görðum á Akranesi.
Þau Málfríður giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Bragagötu 4 á Akranesi, síðar að Akurgerði 4 þar.

I. Kona Runólfs, (22. júní 1940), var Málfríður Þorvaldsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, starfsmaður Íþróttahússins, f. 15. september 1914, d. 19. nóvember 2006. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Ólafsson sjómaður, f. 14. september 1872, d. 16. maí 1944, og kona hans Sigríður Eiríksdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1875, d. 9. júní 1902.
Börn þeirra:
1. Tómas Jóhannes Runólfsson skrifstofustjóri Sementsverksmiðjunnar, f. 6. apríl 1941, d. 19. febrúar 2021. Kona hans Kristrún Guðmundsdóttir.
2. Jón Rafns Runólfsson forstöðumaður Jónshúss í Kaupmannaöfn, f. 19. september 1945. Kona hans Inga Harðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.