Sólrún Eiríksdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sólrún Eiríksdóttir húsfreyja, fæddist 16. febr. 1899 í Kraga á Rangárvöllum og lézt 10. jan. 1989.
Foreldrar hennar voru Eiríkur Pálsson bóndi í Kraga, f. 16. apríl 1866 í Koti á Rangárvöllum, d. 19. mars 1954 í Eyjum, og kona hans Þuríður Magnúsdóttir húsfreyja, f. 28. apríl 1873, d. 19. september 1951 í Eyjum.

Systkini Sólrúnar í Eyjum voru:
1. Pálína Eiríksdóttir húsfreyja í Varmahlíð, f. 10. apríl 1895, d. 13. janúar 1983.
2. Magnús Eiríksson öryrki í Varmahlíð, f. 2. maí 1902, d. 26. sept. 1960.

Sólrún fluttist til Eyja 1919, var vinnukona á Fögrubrekku 1920.
Ármann var í Þorlaugargerði 1920, við nám í trésmíði. Þau giftust og bjuggu á Ekru, en hann varð berklaveikur og var langdvölum á Vífilsstöðum. Hann var þar við fæðingu Ármanníu Sóleyjar 1925 og þar lést hann 1933.
Þau misstu Ármanníu Sóleyju 1927.
Sólrún var í vinnumennsku með Fanneyju með sér, var ráðskona á Ekru 1927, vinnukona þar 1930, var ekkja í Miðey með Fanneyju 1940.
Hún giftist Magnúsi 1945 og bjó með honum í Reykjavík.
Hún lést 1989.

Sólrún var tvígift.
I. Fyrri maður Sólrúnar var Ármann Jónsson frá Eystra-Þorlaugargerði, f. 15. desember 1900, d. 1. desember 1933.
Börn þeirra Ármanns voru:
1. Aðalheiður Fanney Ármannsdóttir, f. 20. júlí 1922 á Ekru, d. 27. ágúst 2003.
2. Ármannía Sóley Ármannsdóttir, f. 9. apríl 1925, d. 13. mars 1927.

II. Síðari maður Sólrúnar, (29. desember 1945), var Magnús Jónsson sjómaður, Heimagötu 33, síðar húsvörður í Rvk, f. 8. júlí 1901 í Lambhúshólskoti u. Eyjafjöllum, d. 3. júlí 1986. Börn hans og stjúpbörn Sólrúnar:
1. Jón Magnússon bílamálarameistari í Reykjavík, f. 28. júní 1927, d. 3. maí 1998.
2. Ásta Sigurbjörg Magnúsdóttir á Blönduósi, f. 8. október 1929.


Heimildir