Samúel Ingvarsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, bóndi fæddist 7. september 1908 og lést 15. desember 1993.
Foreldrar hans voru Ingvar Ingvarsson frá Neðri-Dal undir V-Eyjafjöllum, bóndi, f. 21. apríl 1874, d. 12. janúar 1955, og kona hans Guðbjörg Ólafsdóttir frá Hellishólum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 8. mars 1875, d. 8. febrúar 1950.

Móðir Ingvars í Neðri-Dal var Ingibjörg Samúelsdóttir húsfreyja, sem var fyrri kona Jóns Vigfúsar Vigfússonar, síðar í Túni. Þau skildu. Dætur þeirra voru:
1. Ingibjörg Jónsdóttir vinnukona, f. 12. febrúar 1859 í Krókatúni, d. 24. júlí 1940.
2. Pálína Jónsdóttir, f. 23. mars 1860 í Krókatúni, d. 16. júlí 1882 úr mislingum.
3. Sigríður Jónsdóttir, f. 1861 í Krókatúni, d. 15. júlí 1882 úr mislingum.

Börn Ingvars og Guðbjargar í Eyjum voru:
1. Þorgríma Lilja Ingvarsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, saumakona, f. 28. júlí 1907, d. 10. janúar 1996. Hún var um stutt skeið í Eyjum, en fluttist til Lovísu systur sinnar og bjó þar.
2. Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, bóndi fæddist 7. september 1908 og lét 15. desember 1993.
3. Tryggvi Ingvarsson á Stóru-Heiði, f. 27. janúar 1910, d. 3. maí 1945, fórst við störf í Hraðfrystistöðinni.
4. Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
5. Leó Ingvarsson sjómaður, járnsmiður, f. 22. september 1913, d. 29. nóvember 2005.
6. Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. janúar 1918, d. 7. apríl 2010.

Samúel var með foreldrum sínum í Neðridal í æsku.
Þau Ásta Gréta bjuggu á Stað við fæðingu Jennýjar Sigríðar 1936, á Jaðri við fæðingu Ingibjargar Huldu 1937, bjuggu með dætur sínar á Bifröst, (Bárustíg 11) 1940.
Ásta Gréta lést 1945 og Samúel var í heimili hjá Leó bróður sínum á Breiðabólstað í lok ársins. Ingibjörg Hulda var í fóstri hjá Vigfúsi Jónssyni móðurbróður sínum og Salóme Gísladóttur, en Jenný Sigríður fór í fóstur til Guðrúnar Jónsdóttur móðursystur sinnar í Reykjavík og ólst upp hjá henni.
Þau Arnfríður Jóna bjuggu á Rauðafelli við giftingu 1948, og enn 1949 með þrem börnum Jónu frá fyrra hjónabandi, Ólafi nemanda, Garðari og Svanhvíti Ingu. Auk þeirra var Ásta Gréta, barn þeirra á fyrsta aldursári hjá þeim. Ingibjörg Hulda var hjá Vigfúsi og Salóme.
Þau fluttu að Heylæk í Fljótshlíð 1954, síðan að Sámsstöðum. Þar fæddist Bjarni 1956. Þá fluttust þau að Skálmholti í Flóa, að Selfossi og síðast til Reykjavíkur.
Samúel lést 1993 og Jóna 1994.

Samúel var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans var Ásta Gréta Jónsdóttir frá Seljavöllum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 30. nóvember 1916, d. 6. ágúst 1945.
Börn þeirra:
1. Jenný Sigríður Samúelsdóttir, f. 23. febrúar 1936 á Stað, (Helgafellsbraut 10), býr í Gautaborg.
2. Ingibjörg Hulda Samúelsdóttir, f. 30. nóvember 1937 á Jaðri, (Vestmannabraut 6), býr í Eyjum.
3. Stúlka, f. 10. júlí 1943 á Bifröst, (Bárugötu 11), d. 8. desember 1943.

II. Síðari kona Samúels, (7. september 1948), var Arnfríður Jóna Sveinsdóttir húsfreyja, f. 6. maí 1912, d. 8. ágúst 1994. Hún var ekkja eftir Tryggva bróður hans.
Börn þeirra:
4. Ásta Gréta Samúelsdóttir fulltrúi, f. 20. janúar 1949 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
5. Tryggvi Óskar Samúelsson bifreiðastjóri, f. 16. febrúar 1952 á Vestmannabraut 58 B, Rauðafelli.
6. Bjarni Samúelsson bifreiðastjóri, f. 3. ágúst 1956 á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Börn Arnfríðar Jónu og stjúpbörn Samúels, - hálfsystkini barna hans:
7. Ólafur Tryggvason vélvirki, járnsmiður, f. 21. janúar 1932 í Neðri-Dal u. Eyjafjöllum, d. 9. júní 1995. Hann ólst upp u. Eyjafjöllum.
8. Ingibergur Garðar Tryggvason verkamaður, framkvæmdastjóri, f. 10. febrúar 1933 á Vesturhúsum, d. 13. desember 2013.
9. Guðrún Jóna Tryggvadóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. desember 1935. Hún ólst upp hjá Sigurði Einarssyni og Elínu Jónínu Ingvarsdóttur föðursystur sinni í Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum. Maður hennar: Ólafur Grímsson.
10. Svanhvít Inga Tryggvadóttir, f. 13. febrúar 1938 á Ásum, Skólavegi 47), bjó í Danmörku, d. 18. apríl 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.