Sandreyður

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Spendýr
Landdýr
Sjávarspendýr

Sandreyður (Balaenoptera borealis) er skíðishvalur og er dökkgrár að lit með ljósan kvið, ljósa bletti á skrokknum og flekkóttan haus.

Sandreyðurin er 12-20 m á lengd og 20-30 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn.

Sandreyður lifir aðallega á átu og krabbasvifdýrum en tekur líka sandsíli. Sandreyðurin er farhvalur og sést hér við land í ágúst og september.