Selma Antoníusdóttir (Byggðarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Selma Antoníusdóttir)
Fara í flakk Fara í leit

Selma Antoníusdóttir húsfreyja fæddist 17. september 1912 og lést 15. desember 1989.
Foreldrar hans voru Antoníus Þorvaldur Baldvinsson sjómaður, útgerðarmaður í Byggðarholti, f. 10. mars 1873, d. 12. nóvember 1938,og kona hans Ólöf Jónsdóttir frá Borgarhóli í A-Landeyjum, húsfreyja, f. þar 26. janúar 1875, d. 17. janúar 1963.

Börn Ólafar og Antoníusar voru:
1. Sigurður Antoníusson, f. 16. september 1906 í Byggðarholti, d. 1. september 1916.
2. Guðjón Svavar Antoníusson, f. 27. desember 1908 í Byggðarholti, d. 19. maí 1979.
3. Guðbjörg Antoníusdóttir, f. 18. júní 1910 í Byggðarholti, d. 15. september 1928.
4. Selma Antoníusdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 17. september 1912 í Byggðarholti, d. 15. desember 1989.
5. Sigurða Antoníusdóttir, f. 19. nóvember 1917 í Byggðarholti, d. 6. apríl 1918.
Barn Ólafar:
6. Árný Magnea Steinunn Árnadóttir húsfreyja á Eiðum, f. 18. september 1901, d. 2. nóvember 1960.
Fóstursonur Ólafar og Antoníusar var
7. Anton Guðmundsson frá Eiðum, dóttursonur Ólafar.

Þau Ólafur giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Rvk.

I. Maður Selmu var Ólafur Stefánsson verslunarmaður, f. 1. apríl 1913 á Hvammstanga, d. 26. desember 1991.
Foreldrar hans Stefán Sveinsson, f. 23. janúar 1883, d. 9. ágúst 1930, og Rannveig Ólafsdóttir, f. 11. febrúar 1882, d. 12. nóvember 1956.
Börn þeirra:
1. Antoníus Þorvaldur Ólafsson vélvirki, vélstjóri, umsjónarmaður hjá Siglingastofnun, f. 6. ágúst 1936, d. 12. janúar 2019. Kona hans Ólöf Árnadóttir.
2. Stefán Ólafsson flugvélstjóri, f. 27. febrúar 1938, d. 2. desember 1970.
3. Rannveig Ólafsdóttir, f. 9. janúar 1944.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.