Sigmar Pálmason

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigmar Pálmason sjómaður, fyrrum umboðsmaður, vöruafgreiðslurekandi fæddist 23. mars 1943 á Faxastíg 25.
Foreldrar hans voru Pálmi Sigurðsson frá Skjaldbreið, skipstjóri, f. þar 21. júlí 1920, d. 25. nóvember 1911, og kona hans Stefanía Marinósdóttir húsfreyja, f. 25. júní 1924 í Laugardal, d. 19. september 2016.

Börn Stefaníu og Pálma:
1. Guðbjörg Pálmadóttir húsfreyja, f. 23. desember 1941 á Faxastíg 25.
2. Sigmar Pálmason, f. 23. mars 1943 á Faxastíg 25.
3. Páll Pálmason, f. 11. ágúst 1945 á Skjaldbreið.
4. Hafþór Pálmason, f. 22. febrúar 1954 á Hólagötu 18, d. 10. september 1977.

Sigmar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf sjómennsku 17 ára, var umboðsmaður Coca Cola í Eyjum um skeið, var síðan einn af eigendum vöruafgreiðslunnar HSH (Henry, Sigmar, Hörður). Þeir seldu hana Eimskip.
Hann var í meistaraflokki ÍBV í fótbolta í 17 ár, þjálfari um skeið, var í Slökkviliðinu í Gosinu 1973 og vann í Eyjum.
Þau Kristrún giftu sig 1964, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Brimhólabraut 31 við Gosið 1973, síðar við Smáragötu 1, búa nú við Kleifahraun 4b.

I. Kona Sigmars, (6. júní 1964), er Kristrún Axelsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 12. febrúar 1944 á Kirkjuvegi 67.
Börn þeirra:
1. Pálmi Sigmarsson viðskiptafræðingur, rekur gistiheimili á Ítalíu, f. 25. desember 1961. Fyrrum kona hans Dagný Hansdóttir. Fyrrum kona Janita Ventsel.
2. Unnur Björg Sigmarsdóttir skrifstofustjóri hjá starfsmannafélgi Vestmannaeyja, f. 17. september 1964. Maður hennar Hlynur Stefánsson.
3. Berglind Sigmarsdóttir tölvufræðingur, rekur veitingastaðinn ,,Gott“, f. 17. maí 1975. Maður hennar Sigurður Friðrik Gíslason.
4. Hildur Sigmarsdóttir, f. 15. maí 1979. Hún er útskrifuð frá Hólum í Hjaltadal, rekur hestabúgarð i Danmörku. Maður hennar Jesper Borub.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.