Sigmundur Gíslason (Jónshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigmundur Gíslason (Mundi Geslison) frá Jónshúsi fæddist 29. október 1883 og lést 31. mars 1965 Vestanhafs.
Foreldrar hans voru Gísli Gíslason vinnumaður, þá í Jónshúsi, f. 1847, d. 1. desember 1910 Vestanhafs, og Steinunn Þorsteinsdóttir vinnukona frá Kastala, f. 22. september 1862, d. 7. febrúar 1927 í Vesturheimi.

Sigmundur fór til Vesturheims 1885 með föður sínum og bjó í Utah. Móðir hans kom vestur ári síðar.
Hann vann þar við námugröft til 24 ára aldurs, lærði trésmíði, sem hann vann síðan við og var viðurkenndur skápasmiður. Hann vann m.a. á skrifstofu biskups um skeið og við sunnudagaskóla.
Þau Sveinsína Aðalheiður giftu sig 1908 og eignuðust 6 börn, 5 drengi og eina stúlku.

Kona Sigmundar, (5. febrúar 1908), var Sveinsína Aðalbjörg Árnadóttir Johnson frá Löndum, f. 25. desember 1877, d. 16. júlí 1931.
Börn þeirra:
Börn þeirra:
1. Desmond Gísli, f. 24. nóvember 1908.
2. Gilbert Árni, f. 1. desember 1910.
3. Arthur Mark, f. 26. desember 1911.
4. Byron Theodore Gislason kennaraskólakennari, biskup mormóna, mikill ,, Íslandsvinur“, f. 14. maí 1914 í Spanish Fork, d. 10. október 2001.
5. Clarence Mathew, f. 1917.
6. Lola Sólveig, f. 13. september 1924.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Magnús Haraldsson.
  • Our Pioneer Heritage Vol. 7. Kate B. Carter. Daughters of Utah Pioneers. Salt Lake City 1964.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-íslenzkar æviskrár. Benjamín Kristjánsson, Jónas Thordarson. Skjaldborg 1961-1992.