Sigmundur Jónsson (Vinaminni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigmundur Jónsson.

Sigmundur Jónsson trésmiður, vélstjóri í Vinaminni fæddist 14. apríl 1875 á Hólum í Norðfirði og lést 4. október 1930.
Foreldrar hans voru Jón Matthíasson Long bóndi, smiður, f. 26. janúar 1849, d. 16. mars 1936 og kona hans Pálína Sveinsdóttir húsfreyja, f. 7. september 1849, d. 1. maí 1913.

Sigmundur var með foreldrum sínum í Hólum í Norðfirði 1880.
Hann var smiður og vélstjóri á Seyðisfirði 1898-1904 og á Nesi í Norðfirði 1904-1911, kaupamaður í Pálmahúsi í Norðfirði 1910.
Þau Guðrún Friðrikka giftu sig 1900, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra tveggja ára. Þau skildu 1911.
Sigmundur fluttist til Eyja 1911, var í Hlíð 1913, bjó með Sólbjörgu á Hlíðarenda 1914, síðar með henni lengst og síðast í Vinaminni.
Hann lést 1930 og Sólbjörg 1965.


ctr
Páll jökulfari og kennari Pálsson, með tveim börnum sínum:
Guðrúnu Friðrikku og Júlíusi.

I. Fyrri kona Sigmundar, (15. desember 1900, skildu 1911), var Guðrún Friðrikka Pálsdóttir húsfreyja í Neskaupstað og á Seyðisfirði, f. 20. febrúar 1878, d. 13. maí 1916. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson ,,Jökull“ bóndi á Brunnum í Suðursveit, í Hraunkoti í Lóni og á Skálafelli í Borgarhafnarhreppi, síðar á Vestdalseyri við Seyðisfjörð og vinnumaður á Höfðabrekku í Mýrdal, um skeið kennari í Eyjum, f. 17. ágúst 1848, d. 21. júlí 1912, og kona hans Anna Ingibjörg Sigbjörnsdóttir húsfreyja, f. 29. desember 1856, d. 25. nóvember 1897.
Börn þeirra:
1. Ólafur Emil Sigmundsson sjómaður í Reykjavík, síðar á Dalvík, f. 20. desember 1899 á Seyðisfirði, d. 30. nóvember 1941. Hann var tökubarn í Garðhúsum 1910.
2. Adólf Sigmundsson, f. 27. janúar 1901, d. 2. febrúar 1903.
3. Guðmundur Sigmundsson loftskeytamaður í Reykjavík, f. 7. júlí 1902, d. 16. október 1955, ókv.
4. Anna Sigmundsdóttir húsfreyja í Neskaupstað, síðar í Reykjavík, f. 30. janúar 1905 á Nesi í Norðfirði, d. 27. ágúst 1971. Maður hennar var Þorgeir Magnússon.

ctr
Sólbjörg og börn.
Frá vinstri: Undína, Ríkarður, Svanhvít Ingibjörg, Hrefna, Guðjón, Oddný Friðrikka, Sólbjörg Jónsdóttir, Hörður og Fjóla.

II. Sambýliskona Sigmundar var Sólbjörg Jónsdóttir húsfreyja f. 23. nóvember 1887 í Vestra-Skorholti í Leirársveit í Borg., d. 7. október 1965 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Undína Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 6. júní 1912 á Sælundi, d. 19. maí 1981.
2. Ríkarður Sigmundsson rafvirkjameistari, kaupmaður í Reykjavík, f. 7. janúar 1914 í Lambhaga, d. 28. desember 1995.
3. Fjóla Sigmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. september 1915 á Hlíðarenda, d. 12. júlí 1987.
4. Svanhvít Ingibjörg Sigmundsdóttir verslunarmaður í Reykjavík, f. 26. september 1917 í Vinaminni, d. 30. apríl 1981.
5. Oddný Friðrikka Sigmundsdóttir verslunarmaður, verkakona í Reykjavík, f. 9. janúar 1920 í Vinaminni, d. 18. febrúar 2010.
6. Hrefna Sigmundsdóttir, f. 21. febrúar 1922 í Vinaminni, d. 16. apríl 2013.
7. Stúlka, f. 11. apríl 1924, d. 28. apríl 1924.
8. Guðjón Sigmundsson sjómaður, skipstjóri, verkstjóri, f. 16. janúar 1926 í Vinaminni, d. 13. ágúst 1979.
9. Hörður Sigmundsson matsveinn í Reykjavík, f. 8. desember 1928 í Vinaminni, d. 19. nóvember 1974.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.