Sigríður Þorvaldsdóttir (Gamla-Hrauni)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sigríður Þorvaldsdóttir.

Sigríður Þorvaldsdóttir frá Sleif í Flóa, húsfreyja á Gamla Hrauni á Eyrarbakka, síðan í Eyjum fæddist 25. júlí 1870 og lést 11. apríl 1926 á Skjaldbreið. Foreldrar hennar voru Þorvaldur Þorvaldsson frá Vallarhjáleigu í Flóa, bóndi á Sleif, í Garðhúsum og Litlabæ í Flóa, f. 14. mars 1829, d. 26. nóvember 1904, og kona hans, (skildu), Elín Þorkelsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 1828, d. 10. október 1905.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, hjá þeim í Litlabæ 1890. Þau Sveinn giftu sig 1899, eignuðust fjögur börn, bjuggu á Gamla-Hrauni.
Þau fluttust með fjölskylduna til Eyja 1925, bjuggu í fyrstu á Skjaldbreið. Þar lést Sigríður 1926.
Sveinn lést 1936.

I. Maður Sigríðar, (1899), var Sveinn Þórðarson bóndi, síðan verkamaður í Varmadal, f. 23. júní 1868, d. 12. október 1936.
Börn þeirra:
1. Helga Sveinsdóttir húsfreyja í Varmadal, f. 10. ágúst 1900, d. 2. ágúst 1874.
2. Þórður Sveinsson sjómaður, netagerðarmaður í Engidal, f. 3. október 1902, d. 19. apríl 1967.
3. Valdimar Sveinsson í Varmadal, sjómaður, f. 18. júní 1905, d. 26. janúar 1947.
4. Elías Sveinsson í Varmadal, sjómaður, skipstjóri, f. 8. september 1910, d. 13. júlí 1988.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.